Sverrir Halldórsson
Borg restaurant | Hver er kúrsinn?
Við félagarnir höfðum oft rætt um að fara á Borgina og upplifa þennan stíl í eldamennsku, sem Völundur Snær hefur gefið sig út fyrir , caribbean og ísland tvistað saman og að lokum var komið að stundinni , við mættir eina kvöldstund á staðinn og til í tuskið , og kemur hér upplifun okkar.
Þessi innrétting á betur við húsið en sú síðasta , þó svo að mér finnist barinn helst til stór ,en nóg um það nú er það maturinn.
Fyrst kom lystauki. Innbakaður humar með aioli dressingu.
Hefði ekki mátt vera meira, var farið að örla fyrir væmni.
Forréttabakki skrifað í þeirri röð sem þjónninn mælti með:
Snöggsteiktur lax með þurkuðu laxaroði, tobico og sesamdressingu.
Laxinn var svo súr að það fannst ekkert annað bragð.
Kolkrabbasalati með hrisgrjónanúðlum , fersku grænmeti og kórenskri kindsy dressingu.
Salatið ennþá súrara en fyrri réttur og ekkert meira um það að segja
Vorrúllur með salthnetusósu.
Hef smakkað þær betri
Tvíreykt hangikjöts carpaccio með grænu salati, appelsínum, appelsínu mayonnaise , döðlum og sætum kasjuhnetum
Húrra, glæsilegur réttur og maður byrjaði að brosa smá.
Svo kom næsti bakki:
Steiktur Þorskur með ferskri melónu, fennel, möndlum og appelsínusósu
Hef fengið nýrri þorsk, lítið var um sítrus bragð þarna, sem hefði bjargað miklu.
Bleikja með tómötum, perum basildressingu og sticky rice.
Þarna hefur bragðið gleymst alveg.
Lambaprime með kryddsmjöri, kartöflum, steiktu grænmeti og hunangsbbq gljáa.
Seigt undir tönn en bragð gott.
Nautalund með wok steiktu grænmeti með seasamfræjum núðluköku og nautasódia vatn.
Líka seig undir tönn en slapp að öðru leiti
Halló, þarna brosti maður aftur á hnakka, þvílíkt sælgæti.
Niðurstaðan var eiginlega sú að staðurinn væri ágætur, þjónustan afburðar, en eldhúsið olli vonbrigðum og er ég nánast þess fullviss að þetta er ekki það sem Völli hefur lagt upp með, þarna þarf að sópa og hrista upp í liðinu og ákveða hver sé stefna eldhússins og að hún haldi út máltíðina.
Einnig fannst okkur þessi hólfadiskar í 9 rétta matseðli sem er stolt staðarins algjört rugl, passar flott í hádegi í hraðanum.
Annað sem við veltum fyrir okkur var að það var allskonar strimlar af grænmeti ofan á réttunum og svo vatnakarsi yfir því, spurning skammast eldhúsið fyrir útlit á réttunum eða hvað.
Fórum í fyrsta sinn í 3 ár þungir á brún út af veitingastaðnum, eftir rýra uppskeru kvöldsins.
Myndir: Sigurður Einarsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?