Vín, drykkir og keppni
Belgía vann liðakeppni í blindri vínsmökkun
Lið Belgíu bar sigur úr býtum í fyrstu liðaheimsmeistarakeppni í blindri vínsmökkun. Danir urðu í öðru sæti og Englendingar í öðru.
Philippe Ketelslegers, Filip Mesdom, Eric Derenne og Serge Condens sigruðu keppnina fyrir hönd Belgíu, sem haldin var í bænum Leognan í suðvesturhluta Frakklands síðastliðna helgi.
16 lið tóku þátt í keppninni, þeirra á meðal Suður Afríka, Kína, Rússland og Argentína.
Markmiðið með keppninni er:
að leiða saman vínsmökkunaráhugamenn hvaðanæva að úr heiminum, sem upplifa sig stundum einangraða í heimalöndum sínum
, sagði Philippe de Cantenac, blaðamaður hjá La Revue du Vin de France, frönsku tímariti sem skipulagði keppnina í samtali við AFP. Tímaritið hefur haldið Evrópukeppni í greininni frá árinu 2008.
Liðin þurftu að bera kennsl á 12 eðalvín víðsvegar að úr heiminum, blindandi. Meðal þess sem krafist var af keppendum var að þeir tilgreindu upprunaland vínsins, þrúgurnar sem notaðar voru, ræktunarstað þeirra og árgang, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: afp.com
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






