Vín, drykkir og keppni
Belgía vann liðakeppni í blindri vínsmökkun
Lið Belgíu bar sigur úr býtum í fyrstu liðaheimsmeistarakeppni í blindri vínsmökkun. Danir urðu í öðru sæti og Englendingar í öðru.
Philippe Ketelslegers, Filip Mesdom, Eric Derenne og Serge Condens sigruðu keppnina fyrir hönd Belgíu, sem haldin var í bænum Leognan í suðvesturhluta Frakklands síðastliðna helgi.
16 lið tóku þátt í keppninni, þeirra á meðal Suður Afríka, Kína, Rússland og Argentína.
Markmiðið með keppninni er:
að leiða saman vínsmökkunaráhugamenn hvaðanæva að úr heiminum, sem upplifa sig stundum einangraða í heimalöndum sínum
, sagði Philippe de Cantenac, blaðamaður hjá La Revue du Vin de France, frönsku tímariti sem skipulagði keppnina í samtali við AFP. Tímaritið hefur haldið Evrópukeppni í greininni frá árinu 2008.
Liðin þurftu að bera kennsl á 12 eðalvín víðsvegar að úr heiminum, blindandi. Meðal þess sem krafist var af keppendum var að þeir tilgreindu upprunaland vínsins, þrúgurnar sem notaðar voru, ræktunarstað þeirra og árgang, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: afp.com
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar18 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






