Axel Þorsteinsson
Bættu smá bragði af New York í lífið þitt – „..það verður erfitt að toppa þetta kvöld“
Við fengum boð á New York daga á Vox restaurant sem standa yfir um þessar mundir hjá þeim alveg fram á sunnudag. Þar hafa þeir fengið til sín tvo mjög hæfa matreiðslumenn til að töfra fram mjög skemmtilegan matseðil sem hefur allt það besta sem New York hefur upp á að bjóða matarlega séð. Þessir kokkar heita Michael Ginor og Douglas Rodriguez.
Þess má geta að á næstu mánuðum verður boðið upp á svona uppákomur hjá þeim á Vox, það er að segja að fá gestakokka frá einhverjum af þeim áfangastöðum sem Iceland Air flýgur til. Ég hlakka mikið til að sjá hverskonar flugeldasýningar verður boðið upp á.
Kvöldið byrjaði á tveimur hanastélum sem þeir félagar höfðu átt hugmyndir af og voru það:
Báðir voru mjög áhugaverðir og framandi drykkir og brögðuðust hreint frábærlega og sérstaklega þá Mojitoinn, einnig var reykti ananasinn mjög skemmtilegur snúningur.
Því næst tók við 5 rétta veisla sem hljóðaði upp á:
Yndisleg áferð á andalifrinni, ávaxtabrauð ofan á mjög gott. Alls ekki of þungur réttur. Fengum Pino Gris með þessum rétti sem smellpassaði með.
Heill heimur af allskonar brögðum. Frábær bragðsamsetning og hver réttur öðrum skemmtilegri. Gaman að smakka ígulkerjaís en myndi ekki borða mikið af honum. Unun að njóta. Mæli með því að fólk borði með guðs göfflunum til að njóta þessa réttar til fullnustu.
Þrælskemmtileg útfærsla á götumat, sérstaklega var andalifrin aftur alveg hreint frábær. Bjórinn sem er sérbruggaður fyrir Vox frá Gæðing var fullkominn með þessum margslungna rétti.
Vá!!! Hvar á ég að byrja. Þessi réttur er með þeim betri steikum sem ég hef smakkað. Ísbúinn í spínatinu kom mjög skemmtilega í gegn og sýran í lauknum gerði kraftaverk. Flanið var guðdómlegt.
Þessi réttur var mjög góður og fullkominn endir á frábæru kvöldi, sérstaklega skemmtileg reykta döðlusósan.
Á heildina litið var þetta frábær matur og eina sem ég hefði getað sett út á var stærðin á skömtunum því við rúlluðum alveg hreint út. Finnst mér þetta frábært framtak hjá Icelandair og Vox og lífgar þetta upp á matarflóruna. Eins og ég sagði í upphafi þá hlakka ég verulega til að sjá hvaða galdramenn þeir fljúga með hingað í næsta mánuði, en það verður erfitt að toppa þennan matseðil.
Gengum við sælir og glaðir út í nóttina með bros á vör.
Myndir: Axel
Texti: Hinrik
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta19 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði