Smári Valtýr Sæbjörnsson
Allt að 100% aukning á matarsölunni hjá Edinborg á Ísafirði

Eitt ár er síðan að bræðurnir (f.v.) Sigurður og Guðmundur fengu lyklavöldin á Edinborg og fagna þeir hér 1. árs afmælinu, skál!!
Eigendur Edinborgar á Ísafirði við Aðalstræti 7 hafa hægt og rólega aukið söluna hjá sér frá því að þeir tóku við staðnum fyrir rúmlega ári síðan. Eigendurnir eru bræðurnir Guðmundur H.Helgason matreiðslumeistari og Sigurður Arnfjörð framreiðslumeistari en þeir hafa á síðustu árum stimplað sig inn í vestfirskt samfélag, og þá ekki síst vestfirska ferðaþjónustu, svo eftir hefur verið tekið og eru til að mynda í öðru sæti á TripAdvisor.
Hvað telur þú vera skýringin á allt að 100% aukning á matarsölunni hjá ykkur?
Það kemur tvennt til greina, annað hvort er aukning á ferðamönnum á Ísafirði eða við erum að fá stærri bita af kökunni, og ég held að það sé sitt lítið af hvoru. Þá erum við að fá fína umfjöllun á tripadvisor og erum listaðir númer 2 á Ísafirði á eftir Tjöruhúsinu, sagði Guðmundur í samtali við veitingageirann.
Veitingageirinn.is óskaði eftir að fá vídeó af Sigurði að blanda kokteilinn Mojito innan við mínútu og var það hið minnsta mál hjá bræðrunum og hér er útkoman:
Mynd: af facebook síðu Edinborgar.
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





