Smári Valtýr Sæbjörnsson
Allt að 100% aukning á matarsölunni hjá Edinborg á Ísafirði

Eitt ár er síðan að bræðurnir (f.v.) Sigurður og Guðmundur fengu lyklavöldin á Edinborg og fagna þeir hér 1. árs afmælinu, skál!!
Eigendur Edinborgar á Ísafirði við Aðalstræti 7 hafa hægt og rólega aukið söluna hjá sér frá því að þeir tóku við staðnum fyrir rúmlega ári síðan. Eigendurnir eru bræðurnir Guðmundur H.Helgason matreiðslumeistari og Sigurður Arnfjörð framreiðslumeistari en þeir hafa á síðustu árum stimplað sig inn í vestfirskt samfélag, og þá ekki síst vestfirska ferðaþjónustu, svo eftir hefur verið tekið og eru til að mynda í öðru sæti á TripAdvisor.
Hvað telur þú vera skýringin á allt að 100% aukning á matarsölunni hjá ykkur?
Það kemur tvennt til greina, annað hvort er aukning á ferðamönnum á Ísafirði eða við erum að fá stærri bita af kökunni, og ég held að það sé sitt lítið af hvoru. Þá erum við að fá fína umfjöllun á tripadvisor og erum listaðir númer 2 á Ísafirði á eftir Tjöruhúsinu, sagði Guðmundur í samtali við veitingageirann.
Veitingageirinn.is óskaði eftir að fá vídeó af Sigurði að blanda kokteilinn Mojito innan við mínútu og var það hið minnsta mál hjá bræðrunum og hér er útkoman:
Mynd: af facebook síðu Edinborgar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?