Björn Ágúst Hansson
600 til 700 kíló af borðskrauti í hinu margumtalaða villibráðahlaðborði hans Úlla
Úlfar Finnbjörsson verður með hið margumtalaða villibráðahlaðborð á Grand hóteli þann 4. og 5. október n.k. Við fórum og hittum meistarakokkinn og spurðum nokkurra spurninga um þetta glæsiborð.
Það tekur Úlfar 4 til 5 daga að útbúa réttina fyrir hlaðborðið en mesti tíminn fer í að redda allri villibráðinni. Hann er að veiða eitthvað fyrir borðið, en þegar tímabilið er í gangi þá er hann að elda. Áður en Úlfar fór að læra kokkinn, þá var hann veiðimaður og uppstoppari. Á því tímabili var svo mikið af afgangskjöti að hann sagðist ætla að læra kokkinn til að getað eldað úr þessu kjöti sem hann var með.
Á hlaðborðinu er hann með um 30 til 40 kalda rétti og svo 7 heita rétti. Allur maturinn er borinn fram á íslensku birki sem er hrikalega flott og var gróðursett við Mógilsá í Kollafirði.
Hann segir að þetta snúist ekki eingöngu um matinn heldur líka um „showið“ því það eru um 600 til 700 kg af hlutum fyrir utan mat á borðinu. Þetta mun verða virkilega flott og verður skemmtilegt að kíkja þangað og snæða íslenska villibráð í sínu besta og fallegasta á hlaðborðinu hjá Úlfari.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






