Smári Valtýr Sæbjörnsson
Walter Gräper 100 ára og starfar enn sem bakari – Vídeó
Í bænum Bad Segeberg í norður þýskalandi nánar tiltekið í Slésvík- Holstein býr bakarameistarinn Walter Gräper en fyrir tveimur árum fjallaði veitingageirinn.is um meistarann þegar hann var 98 ára.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Walter bakar í hverri viku eftir leynilegri fjölskyldu uppskrift svo kallaðar “Hefe Kringler”, og hefur hann bakað þær frá árinu 1951 en hann fagnaði 100 ára afmæli nú á dögunum og er enn í fullu fjöri.

Walter Gräper fagnar hvorki meira né minna en 100 ára afmæli sínu og virðist hvergi hættur þrátt fyrir háan aldur
Sjá einnig: 98 ára bakari í fullu fjöri og bakar eftir leynilegri fjölskyldu uppskrift
Walter Gräper hóf nám í bakaraiðn árið 1936, eða fyrir heilum 80 árum síðan. Þó hann hafi náð þetta háum aldri þá er hann hvergi tilbúinn að leggja árar í bát og vinnur enn tvo daga í viku í bakaríi sínu.

Walter Gräper heilsar upp á krakkana, en hjá skólum eru vettvangsferðir í bakaríið mjög vinsælar þar sem börnin fá innsýn í starf bakarans. Sú hefð hefur haldist í tugi ára
Vídeó
Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að horfa á þátt um bakaríið og Walter Gräper á þýsku:
https://www.youtube.com/watch?v=DP79v1Ccb8w
Myndir: skjáskot úr myndbandi

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð