Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Vox með meistarann Jakob Mielcke – Food and Fun 2012

Birting:

þann

Jakob Mielcke - Food and Fun 2012

Þá lá leið okkar á Hilton hótelið og áttum við pantað borða á Vox kl 18:30 í gær á food and fun 2012. Matreiðslumaðurinn sem þeir félagar fengu í heimsókn til sín heitir Jakob Mielcke frá Danmörku, fæddur í Árósum, árið 1977.

Jakob Mielcke er matreiðslumaður sem hefur ferðast víða um heiminn, en hann hefur starfað með miklum meisturum eins og Pierre Gagnaire, bæði á veitingastöðum sínum í London og í hinn frægi þriggja Michelin-stjörnumerkt í París.

Árið 2002 sneri hann til Danmerkur og var yfirkokkur á Jan Hurtigkarl & Co. Árið 2008 opnaði hann Mielcke & Hurtigkarl saman við Jan Hurtigkarl í Royal Garden Society þar sem hann kannar nú skapandi framtíðarsýn hans. Jakob var nýlega skráður í Phaidon sem einn af 100 mest skapandi matreiðslumönnum í heiminum.

Matseðill kvöldsins var:

Rosalega góður réttur í alla staði, sætur,og súr á skemmtinlegan hátt, soya alveg frábær með og kornhænu eggið hitti alveg í mark

Sandhverfa og reykt þorskhrogn, rauðbeður í heyi Vín: René Muré Signature Riesling - Alsace Frakkland

Sandhverfa og reykt þorskhrogn, rauðbeður í heyi
Vín: René Muré Signature Riesling – Alsace Frakkland

Reyktar rauðrófur alveg málið, sandhverfan frábærlega elduð og safin með góður, yndislegur réttur í alla staði

Eins og Matti orðaði það “ Surf and Turf” fátækra mannsins, gott vor-grænmeti með, vel balenseraður diskur

Fullmeyrnaðar nautalundir Kyoto Revisited Vín: House of Morande – Maipo Valley Chile

Fullmeyrnaðar nautalundir Kyoto Revisited
Vín: House of Morande – Maipo Valley Chile

Stór magnaður réttur, flott eldun á nautinu, skemmtileg rótin í eftirbragðinu

Skógarbotninn Vín: Glen Carlou „The Welder“ Chenin Blanc – Paarl Suður Afríka

Skógarbotninn
Vín: Glen Carlou „The Welder“ Chenin Blanc – Paarl Suður Afríka

Réttur sem hefur allt, mikill og gott bragð, magnaða áferð og ekki var útlitið að skemma fyrir, mögnuð upplifun

 

Myndir og texti: Hinrik og Matthías

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið