Vissir þú þetta?
Um vefinn – Frítt að auglýsa omfl.
Í rúmlega 25 ár höfum við flutt fréttir úr veitingabransanum á vefnum okkar sem er mikið sóttur af veitingamönnum og upphafssíða hjá mörgum þeirra. Að vefnum standa fagmenn í veitingageiranum og er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.
Markmið okkar er að efla umræðu í veitingageiranum, fagkeppni og auka upplýsingaflæði. Öllum er frjálst að senda inn fréttaefni og greinar á veitingageirinn.is.
Hvað birtum við?
Áhersla er lögð á fréttir úr veitingageiranum, viðburði, fólkið á bak við tjöldin, fagkeppni og almennt efni úr bransanum jafnt sem innlendar og erlendar fréttir.
Margar leiðir eru fyrir lesendur vefsins að koma sínu efni á framfæri.
Auglýsingar þér að kostnaðarlausu
Þessar leiðir eru ekki ætlaðar heildsölum til auglýsinga, en slíkum auglýsingum verður umsvifalaust eytt út.
Eftirfarandi eru þær leiðir sem í boði eru fyrir lesendur vefsins að koma sínu efni á framfæri öllum að kostnaðarlausu:
Podcast / Hlaðvarp
Á forsíðunni og með öllum fréttum birtum við nýjustu íslensku hlaðvörpin frá hinum ýmsum streymisveitum. Smellið hér til að senda inn tillögu af hlaðvarpi.
Viðburðardagatal
Hér á vefnum hefur verið í notkun viðburðardagatal í nær 15 ár, þar sem hægt er að fylgjast með hvað framundan er í veitingabransanum.
Við bjóðum veitingahús, hótel, félagasamtök og aðra starfsemi að auglýsa í viðburðardagatalinu, en þessar birtingar eru án endurgjalds.
Sendu allar upplýsingar um viðburðinn í gegnum þetta form.
Nýtt á matseðli
Nú gefst fagmönnum, sælkerar (áhugafólk), veitingahús, bakarí ofl. kostur á að senda inn myndir af réttum, kokteilum, kjötvörum ofl. í gegnum einfalt form, öllum að kostnaðarlausu.
Myndirnar birtast fyrir miðju á forsíðunni, (sjá allar myndir hér), undir dálknum: „Frá lesendum – Nýtt eða spennandi á matseðli“.
Smellið hér til að senda inn.
Uppskriftir
Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftir. Góð leið fyrir þá sem vilja auglýsa Instagram sitt, facebook síðuna osfr. Sendu inn uppskrift hér.
Uppskriftavefur veitingageirans á facebook er hægt að nálgast með því að smella hér.
Instagram – @Veitingageirinn
Instagram myndir merktar @veitingageirinn birtast sjálfkrafa á forsíðu Veitingageirans. Hvetjum alla lesendur Veitingageirans, fagmenn og áhugafólk um mat og vín, að merkja myndir sínar eða vídeó með „hashtaginu“ #veitingageirinn og leyfið okkur að fylgjast með. Athugið að myndir birtast ekki á listanum ef Instagram er stillt á „private“ hjá þér!
Gamlir matseðlar
Matur – Vínmenning – Fróðleikur ofl. er undirsíða þar sem finna má ýmis skjöl mat-, vínseðla, kokteila ofl sem safnast hefur í gegnum árin hér á vefnum. Hægt er að senda á okkur seðla ef þú vilt bæta við safnið á netfangið [email protected] eða í gegnum þetta form.
Kíktu á safnið hér.
Smáauglýsingar
Við bjóðum upp á nokkrar leiðir fyrir þig til að auglýsa. Hafðu samband í gegnum þetta form (smella hér) eða sendu okkur tölvupóst á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.
Hvar birtast fréttirnar?
Fréttir og annað efni birtist ekki einungis á forsíðu veitingageirans, heldur dreifast þær víða.
Allar fréttir birtast á facebook læk-síðu veitingageirans hér.
Á twitter hér.
Og á fréttabréfið okkar hér.
Uppskriftir birtast á forsíðunni og á tveimur facebook læk-síðum, þ.e. hér og hér. Einnig sendast þær á fréttabréfið fyrir lesendur sem hafa óskað sérstaklega eftir því að fá sendar uppskrifir frá fréttabréfakerfinu hér.
Samfélagsmiðlar
Veitingageirinn.is er með öflugt tengslanet á samfélagsmiðlum, en þér er líka velkomið að fylgjast með okkur með því að smella á eftirfarandi vefslóðir:
Facebook grúppur:
Starfsfólk í veitingabransanum
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.
Auglýsing – Heildsölur og önnur fyrirtæki
Hvað er innifalið?
Logo, hliðarbanner, senda inn ótakmarkaðan fjölda tilkynninga sem birtast á forsíðu, sem einnig sendist á fréttabréf veitingageirans og margt fleira.
Um 1500 manns í bransanum heimsækja vefinn daglega
Smellið hér til að lesa fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.
Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar.