Greinasafn
Vínsmökkun – Nef
Sú tilfinning sem við höfum fyrir bragði og lykt er nátengd, þessu til stuðnings getur þú t.d. komist að ótrúlega mörgu um vín með því að lykta af því jafnvel áður en þú smakkar það! Við smökkun á víni hafa glös mikið að segja, fallega hönnuð glös eru því ómissandi partur af vínsmökkun, góð vínglös varðveita lykt betur en önnur, rauðvínsglös hafa t.d.stærri og breiðari skál en hvítvínsglös. Gott er að smökkunarglös þregist aðeins í endann, það stýrir lyktinni í réttann farveg. Þegar talað er um að þyrla víninu þá er verið að bleyta sem mestan part af glasa-börmunun með víninu, það hjálpar til við að fá sem mesta lykt úr glasinu, setjið svo nefið vel ofan í glasið og þefið.
Það er eins með lit víns og með lyktina, lykt vínsins fer mikið eftir aldri og samsetningu, einnig hefur það svæði sem vínið kemur frá mikið að segja, svo og notkun á eikartunnum. Veltið fyrir ykkur lyktinni, er hún krafmikil og flókin eða er hún einföld og létt? Er mikil viðloðun í því eða er það kannski bara að fjara út? Tegund vínþrúgu hefur gríðarlega mikil áhrif á lykt víns. T.d.er oft talað um lyktina af Sauvignon Blanc vínþrúgunni sem kattarhland á gæsaberjalingi, hljómar spennandi eða þannig!!
Þegar verið er að lýsa rauðvínsþrúgunni Cabernet Sauvignon er oft talað um sólberjaeinkenni, nú og Pinot Noir er oft lýst sem barnyard/bæjarhlað leggi nú hver sinn skilning í það!!
Þegar vín þroskast og eldast breytist karakter þeirra, hvítvín verða oft hunangskennd með árunum, ungum hvítvínum er þannig oft lýst með vísun í ferskan blóma angan, ávexti eða nýslegið gras. Það eitt að lykta af víni getur sagt þér mikið um ástand þess, hvort vínið sé korkað þá kemur upp ákveðinn fúkkalykt sem leynir sér ekki. Dauf lykt af brenndum eldspýtum er aðalmerki þess að súlfíti (brennisteini) hafi verið bætt út í vínið sem rotvarnarefni (oft notað við gerð ódýrari hvítvína).
Oxað vín (vín sem farið er að tærast) gefur oft frá sér brenndan keim, verður Madeirakennt, litur vínsins verður oftar en ekki brúnleitur. Talið um vínin í allt að ljóðrænum stíl, talið ekki niður til vínsins og hafið trú á því að þið getið skilað víninu góðri umsögn, þegar verið er að lýsa víni er ekkert til sem rangt, við erum jú misjöfn eins og við erum mörg.
Ágúst Guðmundsson, framreiðslumeistari
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði