Markaðurinn
Vinningar fyrir þátttöku í könnun MATVÍS
Gallup hefur nú sent félagsmönnum könnun. Niðurstöður hennar verða meðal annars nýttar að móta áherslur MATVÍS í komandi kjarasamningum. Í könnuninni er einnig er spurt um viðhorf félagsmanna til þjónustu MATVÍS og um kynferðislega áreitni og einelti á vinnustöðum. Brýnt er fyrir félagið að átta sig á umfangi þessa vandamáls meðal félagsmanna. Það mun gera félaginu betur kleift að vinna að hagsmunum félagsmanna og móta aðgerðir til hagsbóta fyrir félagsmenn.
Tekið skal fram að Gallup gætir fyllsta trúnaðar við úrvinnslu könnunarinnar.
Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út þegar könnuninni er lokið og þeir vinna helgarleigur í orlofsbústöðum MATVÍS. Haft verður samband við vinningshafa en í boði eru helgar utan páska og sumarúthlutunartímabils. Helgarleigurnar gilda á þá orlofsbústaði sem eru hér á landi, sem sagt í Svignaskarði, í Grímsnesi, á Akureyri og í Reykjavík.
Athugið að gott er að hafa launaseðil septembermánaðar við höndina þegar könnuninni er svarað. Með fyrir fram þökk fyrir þátttökuna,
MATVÍS
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati