Markaðurinn
Vinningar fyrir þátttöku í könnun MATVÍS
Gallup hefur nú sent félagsmönnum könnun. Niðurstöður hennar verða meðal annars nýttar að móta áherslur MATVÍS í komandi kjarasamningum. Í könnuninni er einnig er spurt um viðhorf félagsmanna til þjónustu MATVÍS og um kynferðislega áreitni og einelti á vinnustöðum. Brýnt er fyrir félagið að átta sig á umfangi þessa vandamáls meðal félagsmanna. Það mun gera félaginu betur kleift að vinna að hagsmunum félagsmanna og móta aðgerðir til hagsbóta fyrir félagsmenn.
Tekið skal fram að Gallup gætir fyllsta trúnaðar við úrvinnslu könnunarinnar.
Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út þegar könnuninni er lokið og þeir vinna helgarleigur í orlofsbústöðum MATVÍS. Haft verður samband við vinningshafa en í boði eru helgar utan páska og sumarúthlutunartímabils. Helgarleigurnar gilda á þá orlofsbústaði sem eru hér á landi, sem sagt í Svignaskarði, í Grímsnesi, á Akureyri og í Reykjavík.
Athugið að gott er að hafa launaseðil septembermánaðar við höndina þegar könnuninni er svarað. Með fyrir fram þökk fyrir þátttökuna,
MATVÍS
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






