Vertu memm

Greinasafn

Vínmiðinn

Birting:

þann

Dæmigerður miði af vínflösku. Ýmsar upplýsingar er hægt að fá ef maður kann að lesa af honum.Miðar á vínflöskum eru mjög misjafnir að lögun og útliti og getur það vafist fyrir mörgum hvaða upplýsingar það eru sem fram koma á honum.
Þær upplýsingar sem oftast koma fram á vínmiða eru sem dæmi, alkohól innihald, stærð flösku, upplýsingar um framleiðanda, hvaðan vínið kemur og oftar en ekki er ártal á miðanum eða tengdum miða sem er á háls vínflöskunnar.

Neytendum vína er nauðsynlegt að kunna að lesa helstu staðreyndir út úr vínmiða hverju sinni og ekki má gleyma því að kynna sér vel þau vín sem borin eru fyrir gesti veitingahúsa. Margir gestir veitingahúsa panta sér vín með þeim mat sem pantaður er.
Framreiðslumaðurinn kemur með vínflösku og réttir hana að þeim sem pantaði. Hvert er þá hlutverk gestsins, hvað á hann að gera? Við þessar aðstæður er ætlast til þess að gesturinn lesi miðann. Framreiðslumaðurinn er að fá gestinn til að samþykkja það vín sem hann er að sýna. Væntanlega er þetta vín sem gestur veitingastaðarins hefur pantað og er framreiðslumaðurinn að tryggja það með kynningu á víninu að um rétt vín sé að ræða.

Vínmiðar eru mjög margvíslegir og er nauðsynlegt fyrir fólk að athuga hvort rétt vín sé afgreitt og að vínið sé af réttum árgangi. Nauðsynlegt er að leggja nafn víns á minnið frekar en að muna hvernig flaskan lítur út ef einstaklingur vill drekka viðkomandi vín aftur.

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig lesa á vínmiða.
1. Nafn vínsins oftar en ekki sama nafn og er á víngerðarhúsinu (Châteauinu).
2. Listaverk eða merki víngerðarhússins.
3. Nafn vínsins.
4. Nafn víngerðarsvæðis (héraðs) eða þorps sem vínið er kennt við.
5. Gæðamerking vínsins. Oftar en ekki er gæðastimplun háð opinberri stjórnun (lögum).
6. Árgangur vínsins.
7. Magn víns í flöskunni og upplýsingar um alkohól innihald.
8. Upplýsingar um þann sem tappar víninu á flöskur. Í þessu tilfelli er það framleiðandinn.

Höfundur:
Baldur HP Sæmundsson

Heimild:
SKG.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið