Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilhjálmur opnar veitingastaðinn Souvenir í Belgíu
Það eru hjónin Vilhjálmur Sigurðsson og Joke Michiel sem reka staðinn Souvenir Restaurant á Surmont de Volsbergestraat í Ypres í Belgíu, og sér Villi um eldhúsið en hún sér um móttöku á gestum og stýrir framreiðslunni.
Vilhjálmur stundaði matreiðslunámið á Radisson SAS Hótel Sögu og í lokin var hann um tíma hjá Agnari á Texture, kom heim tók sveinsprófið og vann í nokkra mánuði upp í Grilli áður en hann hélt til Belgíu og hóf störf á iN De Wolf, svo lá leiðin á Hertog Jan, svo á La Buvette í Brussel og þaðan lá leiðin á Souvenir.
Joke Michiel fæddist í Leper í Belgíu, eftir að hafa unnið í sjónvarpi í 10 ár, fannst henni kominn tími á að söðla um og hún er mætt á Souvenir tilbúin til þjónustu.
Hér getur að líta sýnishorn af matseðli staðarins:
Menu 3 courses:
Leek . Sunflower seeds . Brokkeloud
Leg of lamb . Celeriac
Apple . Beethroot
35 €
Menu 5 courses
Leek . Sunflower seeds . Brokkeloud
Lemonsole cauliflower . Beurre noisette
Ox – heart cabbage . Cabbagestock . Kale
Farm chicken . Spinach . Tarragon . Kholrabi
Butternut . Caramel . Pumpkinseeds
55 €
Þau leggja mikla áherslu að staðbundið lífrænt ræktað hráefni og setja gæðin ofar öðrum kröfum með að markmiði að það finnist í þeim mat sem þau framreiða.
Við á Veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með staðinn, með von að þeim gangi sem best í rekstri á honum.
Meðfylgjandi myndir eru frá Vilhjálmi og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?