Sverrir Halldórsson
Vík í Mýrdal – lokakafli – Veitingarýni: Systrakaffi, Hótel Geirland og hótel Klaustur
Vöknuðum sprækir og vorum komnir í morgunmatinn um 9 leitið, tekin nettur hringur á honum og spjallað við hótelstjórann áður en lagt var í hann á næsta áfangastað sem var Kirkjubæjarklaustur.
Systrakaffi
Við vorum ekkert að flýta okkur og var bara keyrt í rólegheitum austur og er við komum þangað var staðan tekin, við ætluðum að byrja á að fara í hádegismat á Systrakaffi.
Við röltuðum inn, fengum okkur sæti og voru boðnir matseðlar og tilkynnt að réttir úr hrefnu, sjóbirting og íslenskur diskur væri ekki til, ok en ég hafði hlakkað til að smakka reyktan sjóbirting, en það verður bara seinna.
Við pöntuðum eftirfarandi:
Óvenjuleg, en góð upplifun með ágætu brauði.
Skemmtileg framsetning og mjög bragðgóður.
Frábær réttur og glimrandi framsetning.
Klassísk kaka sem engan svíkur.
Fórum við bara þokkalega sáttir út og næst var stoppað í hinum enda hússins en þar var verslun og viti menn þar var til sölu harðfiskur og fersk hrefna, spurning hvort veitingastaðurinn viti ekki hvað verslunin við hliðina hefur til sölu. Eftir búðarferð var tekið hús á næsta stað, en það var Klausturhólar dvalarheimili aldraða, ekki það að við værum að sækja um pláss, heldur var Sigurvin þar í erindagjörðum fyrir Félag yfirmanna heilbrigðisstofnana og var gaman að fá smá innsýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á svona stofnun.
Hótel Geirland
Næsti viðkomustaður var Hótel Geirland ,þar sem við tókum hús á henni Erlu Ívarsdóttur hóteleiganda spjölluðum við dággóða stund með henni og voru þær samræður virkilega skemmtilegar, en þess skal geta að hún er fyrsti islenski kvenmaðurinn sem tekur sveinspróf í matreiðslu hér á landi.
Icelandair hotels Klaustur
Næst lá leiðin á Icelandair hotels Klaustur, þar sem að á móti okkur tók hótelstjórinn Sveinn Hreiðar Jensson og bauð okkur að setjast inn á barinn þar til væri búið að opna salinn, en verið var að dekka salinn upp fyrir tvo stóra hópa sem kæmu í mat kl 19:00.
Um hálf sjö var okkur vísað í salinn og boðnir drykkir og varð það að samkomulagi að eldhúsið réði ferðinni, en þar ræður ríkjum kokkurinn Emil Karsbek og má geta þess að bæði hann og Sveinn hótelstjóri rekja ættir í Skaftafellssýslu og til Danmerkur.
Óvenjuleg súpa, en gott fiskbragð, hæfilegt magn garnis og frumleg framsetning.
Þessi réttur kom skemmtilega á óvart, bragðið passaði vel saman og maltbragðið féll vel að hinum bragðinu.
Alveg ólýsanlega bragðgott, enn og aftur kom eldhúsið á óvart
Þetta er einn besti kjúklingaréttur sem ég hef smakkað um ævina.
Þetta var alveg brilliant samsetning og gaman að upplifa steinseljurótina á nýjan máta .
Mögnuð framreiðsla og svakalega bragðgott, maður tókst hálfpartinn á loft vegna ferskleika.
Kom svolítið á óvart, en þegar upp var staðið var það bara þrælgott.
Þetta var heilt yfir frábær kvöldstund og maturinn frábær og þjónustan ekki síðri og bar þess merki að hún var undir stjórn fagmanns. Þökkuðum við kærlega fyrir okkur og fórum út í bíl í smá rúnt til Reykjavíkur glaðir í bragði.
Fleira tengt efni:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi