Sverrir Halldórsson
Vík í Mýrdal – Kafli 1 – Veitingarýni
Jæja þá erum við félagarnir komnir á stjá eina ferðina enn og örugglega ekki þá síðustu, nú var stefna tekin á Vík Í Mýrdal, en þar skyldi mætt í opnunarhóf Icelandairs hotel Vík seinna þennan dag.
Fyrsta stopp var á Pylsuvagninum á Selfossi hjá Ingunni en hún heldur upp á um þessar mundir 30 ára afmælis vagnsins og fengum við okkur sinn hvora slönguna með kartöflusalati, tómasósu, sinnepi og hráum lauk, að sjálfsögðu var bensín á kantinum og brostu við næstum aftur á hnakka, það gott var þetta, settumst kátir inn í bílinn og héldum för áfram til Víkur.
Komum við í hlaðið um fimm leitið og beint inn í gleðskapinn, eigandinn tók á móti gestum, en sérsveit Icelandair hotels með Di Stefano ( Stefán Viðarsson) yfirmatreiðslumann keðjunnar og A ´La Grande ( Trausti Viglundsson ) eitt af andlitum keðjunnar og sáu um að allt færi fram samkvæmt settum reglum, var boðið upp á hlaðborð með mat úr héraði eins og sést á myndum sem fylgja.
Nokkrir héldu ræður í tilefni dagsins, en sú ræða sem hreyfði við mér var ræða Magneu Þórey Hjálmarsdóttur, framkvæmdarstjóra Icelandair hotels keðjunnar, kröftug ,ákveðin og talaði skýra íslensku, nú er spurning Bubbi, er ekki ráð að koma þessari konu á þing, það er akkúrat svona persónur sem vantar þar inn.
Hótelið er virkilega flott að innan sem utan og engu öðru líkt og er ég hrifinn af þeirra hönnun sem Guðbjörg Magnúsdóttir arkitekt sýnir í húsinu.
Um kvöldið borðuðum við á Ströndinni veitingastað en hann er á bak við Víkurskála og pöntuðum við eftirfarandi rétti:
Bleikjan var vel elduð, grænmetið gott, en sósan nánast engin.
Hangikjötið frábærlega soðið, uppstúfurinn mjög góður ekki of sætur, klassískur réttur upp á sitt besta.
Í dessert fengum við:
Flott framsetning, mjög bragðgott og enn og aftur ekki of sætt, til fyrirmyndar
Skammtur sem slær alla út í bragði, gæðum og stærð.
Fórum við glaðir í bragði upp á hótel til að gista en við fengum síðasta herbergið þetta kvöld á Icelandair hotels Vík.
ATH: það sem skrifað er í pistlunum er niðurstaða okkar í faglegum samræðum meðan á máltíðum stendur, þó svo að ég sé skrifaður fyrir því, þetta er sagt vegna ábendingar um hvort Sigurvin væri bara bílstjóri.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi