Uncategorized
Viðskiptavinir ÁTVR enn ánægðari en á síðasta ári
Niðurstöður Íslensku Ánægjuvoginnar liggja nú fyrir, en þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR tekur þátt í könnuninni.
Markmið Íslenskra Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.
Ánægjuvog ÁTVR hækkar á milli ára og er nú hærri en meðalánægjuvog þeirra nítján fyrirtækja sem voru mæld. ÁTVR bætir sig á nær öllum þáttum frá fyrri mælingu. Hlutfallslega sterkustu þættir ÁTVR eru vörugæði og ánægja viðskiptavina. Ímynd ÁTVR skiptir miklu máli fyrir ánægju viðskiptavina og hækkar núna nokkuð og nálgast meðaltal annarra fyrirtækja. Veikustu þættir ÁTVR eru mat á verðmæti, væntingar og tryggð. Á öllum þessum þáttum liggur útkoma ÁTVR langt frá meðaltali annarra mældra fyrirtækja.
Af vef ÁTVR.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí