Uncategorized
Viðskiptavinir ÁTVR enn ánægðari en á síðasta ári
Niðurstöður Íslensku Ánægjuvoginnar liggja nú fyrir, en þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR tekur þátt í könnuninni.
Markmið Íslenskra Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.
Ánægjuvog ÁTVR hækkar á milli ára og er nú hærri en meðalánægjuvog þeirra nítján fyrirtækja sem voru mæld. ÁTVR bætir sig á nær öllum þáttum frá fyrri mælingu. Hlutfallslega sterkustu þættir ÁTVR eru vörugæði og ánægja viðskiptavina. Ímynd ÁTVR skiptir miklu máli fyrir ánægju viðskiptavina og hækkar núna nokkuð og nálgast meðaltal annarra fyrirtækja. Veikustu þættir ÁTVR eru mat á verðmæti, væntingar og tryggð. Á öllum þessum þáttum liggur útkoma ÁTVR langt frá meðaltali annarra mældra fyrirtækja.
Af vef ÁTVR.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar





