Uncategorized
Viðskiptavinir ÁTVR enn ánægðari en á síðasta ári
Niðurstöður Íslensku Ánægjuvoginnar liggja nú fyrir, en þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR tekur þátt í könnuninni.
Markmið Íslenskra Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.
Ánægjuvog ÁTVR hækkar á milli ára og er nú hærri en meðalánægjuvog þeirra nítján fyrirtækja sem voru mæld. ÁTVR bætir sig á nær öllum þáttum frá fyrri mælingu. Hlutfallslega sterkustu þættir ÁTVR eru vörugæði og ánægja viðskiptavina. Ímynd ÁTVR skiptir miklu máli fyrir ánægju viðskiptavina og hækkar núna nokkuð og nálgast meðaltal annarra fyrirtækja. Veikustu þættir ÁTVR eru mat á verðmæti, væntingar og tryggð. Á öllum þessum þáttum liggur útkoma ÁTVR langt frá meðaltali annarra mældra fyrirtækja.
Af vef ÁTVR.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt





