Vín, drykkir og keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2023 – Seinni partur
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2023 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum seinni parti voru vín frá norður við miðbaug tekinn fyrir.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Reykjavík Natura sunnudagin 22 október. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
5 hvítvín og 10 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2023 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Willm Pinot Gris Reserve 2022, 2.999 kr
Crudo Catarratto Zibibbo 2021, 2.790 kr
LaCheteau Sauvignon Touraine 2022, 2.699 kr
Kallfelz Riesling Hochgewachs feinherb 2021, 3.864 kr
Edda Lei Bianco 2021, 3.699 kr
Rauðvín:
Baron de Ley Club Privado 2020, 2.699 kr
Coto de Imaz Gran Reserva 2017, 3.999 kr
Cune Gran Reserva 2017, 3.899 kr
Chateau L’Hospitalet La Reserve ,,La Clape“ 2021, 3.999 kr
Manifesto Nero d’Avola Organic 2021, 2.699 kr
Stemmari Passiata 2021, 2.499 kr
Zenato Alanera 2019, 2.690 kr
Tommasi Rafael Valpolicella 2021, 2.999 kr
Zenato Valpolicella Superiore 2020, 2.890 kr
Tommasi Valpolicella 2022, 2.499 kr

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars