Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir

Hluti af stjórn – frá vinstri – Elna María Tómasdóttir (varaforseti), Svavar Helgi Ernuson (endurkjörin meðstjórnandi), Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson (endurkjörinn meðstjórnandi), Ivan Svanur Corvasce (endurkjörinn meðstjórnandi og ritari), Teitur Riddermann Schiöth (forseti) og Helgi Aron Ágústsson (meðstjórnandi)
Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin síðastliðinn þriðjudag í kjallaranum á Sæta Svíninu. Vel var mætt á fundinn og er gaman að sjá mikla grósku barmenningu í borginni. Kynnt var nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins, þar sem hægt er að nálgast afslætti og tilboð hjá samstarfsaðilum.
Samhliða aðalfundarins var haldin keppnin um titilinn Hrtaðasti Barþjónninn 2024.
Sjá einnig: Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands
Afslættirnir eru listaðir í notendavænu ,,appi‘‘ í vafra, áhugasamir geta nálgast ,,appið‘‘ á bar.is. Gaman er að segja frá því að félagar klúbbsins njóta fleiri fríðinda en þeir hafa gert í mörg ár, þó er helsti kosturinn að vera hluti af samfélagi sem hefur barmennsku að sameiginlegu áhugamáli.
Allir sem brenna fyrir því að efla barmenningu í borginn geta sótt um í klúbbinn og er það gert á bar.is.
Kosið var um 4 stjórnarmeðlimi og 2 varamenn á fundinum. Einnig var kosið um nýjan gjaldkera úr hagsmunaráði klúbbsins. Allir sem voru áður í stjórn buðu sig fram aftur, engin bauð sig fram á móti og því helst stjórn BCI sú sama, þó með tvo nýja varamenn og nýjan gjaldkera.
Stjórn Barþjónaklúbbs Íslands skipar því:
Teitur Riddermann Schiöth – Forseti
Elna María Tómasdóttir – Varaforseti
Ivan Svanur Corvascé – Ritari
Grétar Matthíasson – Meðstjórnandi
Helgi Aron Ágústsson – Meðstjórnandi
Svavar Helgi Ernuson – Meðstjórnandi
Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson – Meðstjórnandi
Jón Helgi Guðmundsson – Varamaður
Bjartur Dalberg – Varamaður
Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Gjaldkeri
Myndir: Ómar Vilhelmsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn