Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin síðastliðinn þriðjudag í kjallaranum á Sæta Svíninu. Vel var mætt á fundinn og er gaman að sjá mikla grósku barmenningu í borginni. Kynnt var nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins, þar sem hægt er að nálgast afslætti og tilboð hjá samstarfsaðilum.
Samhliða aðalfundarins var haldin keppnin um titilinn Hrtaðasti Barþjónninn 2024.
Sjá einnig: Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands
Afslættirnir eru listaðir í notendavænu ,,appi‘‘ í vafra, áhugasamir geta nálgast ,,appið‘‘ á bar.is. Gaman er að segja frá því að félagar klúbbsins njóta fleiri fríðinda en þeir hafa gert í mörg ár, þó er helsti kosturinn að vera hluti af samfélagi sem hefur barmennsku að sameiginlegu áhugamáli.
Allir sem brenna fyrir því að efla barmenningu í borginn geta sótt um í klúbbinn og er það gert á bar.is.
Kosið var um 4 stjórnarmeðlimi og 2 varamenn á fundinum. Einnig var kosið um nýjan gjaldkera úr hagsmunaráði klúbbsins. Allir sem voru áður í stjórn buðu sig fram aftur, engin bauð sig fram á móti og því helst stjórn BCI sú sama, þó með tvo nýja varamenn og nýjan gjaldkera.
Stjórn Barþjónaklúbbs Íslands skipar því:
Teitur Riddermann Schiöth – Forseti
Elna María Tómasdóttir – Varaforseti
Ivan Svanur Corvascé – Ritari
Grétar Matthíasson – Meðstjórnandi
Helgi Aron Ágústsson – Meðstjórnandi
Svavar Helgi Ernuson – Meðstjórnandi
Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson – Meðstjórnandi
Jón Helgi Guðmundsson – Varamaður
Bjartur Dalberg – Varamaður
Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Gjaldkeri
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann