Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaðar matarkynningar í Rússlandi á Íslenskum mat | Jón Daníel matreiðslumeistari umvafinn ljósmyndurum og fréttamönnum

Birting:

þann

Matarkynning í Rússlandi á íslenskum mat

Jón Daníel Jónsson (annar frá vinstri) ásamt starfsfólki á Salt

Fyrirtækið sem stendur á bak við þessar kynningar heitir IceCorpo. Eigendur eru Sigurjón Bjarnason, Katarina Gerasimova og Kaupfélag Skagfirðinga og er staðsett í St pétursborg, en fyrirtækið IceCorpo sérhæfir sig í að markaðsetja íslenskar vörur í Rússlandi.

Þessi ferð er sú þriðja á árinu sem Jón Daníel Jónsson matreiðslumeistari fer til Rússlands og er með kynningar, hátíðarkvöldverð og Master class námskeið.

Matarkynning í Rússlandi á íslenskum mat

Veitingastaðurinn Salt í borginni Novosibirisk í Síberíu

Nú brá svo við að einn aukastaður hafði bæst við og það var borgin Novosibirisk í Síberíu.

Ferðin hófst með flugi til Stokkhólms og það með flugi til St. Pétursborgar, þar var stigið um borð í þriðju vélina og flugtími hátt í fimm tímar og 4 klst. tímamunur, þannig að Íslendingarnir voru orðnir hálfruglaðir við komuna á Novosibirisk í Síberíu, en það hafðist og allir ferskir þegar leið á daginn.

 

Íbúar í Novosibirisk eru um 1.6 milljónir, mikil borg með mikla sögu og menningu og sagði Jón að hann hefði varlað trúað því að vera í miðri Síberíu, það flott var borgin.

Fyrst var Jón með Master class námskeið fyrir matreiðslumenn borgarinnar og um kvöldið var 40 manna hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Salt, sem er einn af þrjátíu veitingastöðum sem Denis Ivanov á.

Daginn eftir hófust íslenskir dagar á Salt og var uppselt öll kvöld og mikið áreiti af blaðamönnum og ljósmyndurum og fannst Jón hann vera kominn í hringekju þotufólksins.

Matarkynning í Rússlandi á íslenskum mat

Sokos hótelið í St Pétursborg þar sem haldnir voru Íslenskir dagar

Um nóttina var flogið til St Pétursborgar, því daginn eftir áttu að hefjast íslenskir dagar á Sokos hótelinu í borginni.

Um morgunin var byrjað á Master class námskeiði fyrir matreiðslumenn í borginni í eldun á islensku lambi og um kvöldið hófst íslandsvika á Sokos, en þeir höfðu fengið matseðilinn fyrirfram og var búið að undirbúa allt við komu Jóns.

Matarkynning í Rússlandi á íslenskum mat

Jón Daníel Jónsson matreiðslumeistari

Vel heppnuð matarkynning á íslenskum mat og meðfylgjandi matseðlar eru frá hátíðarkvöldverðunum:

Mánudagskvöldið 13. apríl 2015

40 manna Master class hátíðarkvöldverður á Salt

Forréttur / Starter
Grafkryddaður Þorskhnakki með agúrkusalati, blómkáli og laxahrognum.
Fillet of cod, pickeld with cucumber salad, cauliflower and salmon roe.

Aðalréttur / Main course
Lambakóróna og langtímaelduð lambaöxl, kryddjurtasoð, kartöflukaka og perlulauk.
French rack of lamb and slowcooked sholder of lamb, herbstock, potato cake and ognion.

Ábætir / Dessert
Rjómahrært skyr með bláberjum, hafra mulning og bökuðu súkkulaði.
Skyr with cream, bluberries, oats and baked chocolade.

Þriðjudagskvöldið 14. apríl 2015

Íslenskir dagar á Sokos hótelinu

Forréttir/Starter
Íslensk kjötsúpa.
Icelandic lamb soup.

Þorskhnakki, gróf kartöflumús með seljurót og súrmjólkur froða.
Fillet of cod, potato and sellery stir, and sour milk foam.

Lambacarpaccio, klettasalat, basil og eldpiparsulta.
Lambcarpaccio, ruccola, basil and chillijam.

Aðalréttir/ Main course
Lambalæri með rösti kartöflum, rótargrænmeti og timiansósu.
Leg of lamb, rösti potatos, timiansauce and rootvegetables.

Lambafillet með lambarilletti, hvítlauks confit og sætkartöflumús.
Fillet of lamb with lambrillett, garlic confit and sweet potato mousse.

Steikt bleikja og þorskhnakki með blómkáli og smjörsósu.
Rosted arctic charr and fillet of cod with cauliflower and beurre blanc.

Ábætir / Dessert
Skyr panna cotta,hvítt súkkulaði og ber.
Skyr panna cotta, white chocolate and berries.

Rjómaskyr með bláberjum.
Skyr with cream and bluberries.

 

Myndir: aðsendar

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið