Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðurinn Tanginn opnar í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

Tanginn Vestmannaeyjar

Tanginn er nýjasti veitingastaðurinn í Vestmannaeyjum og er hann staðsettur við Básaskersbryggju 8.  Fallegur staður sem býður upp á ýmis sjávarföng, krækling, fish & chips, humar, skötusel, Sjávarréttaborgari svo fátt eitt sé nefnt, að auki geta kjötunnendur fengið sitt, en á matseðlinum má sjá Folaldalund, svín, kjúklingasalat ofl.

Tanginn Vestmannaeyjar

Tanginn Vestmannaeyjar

Fiskur dagsins – Rauðspretta

Opnunartími er mánudaga til fimmtudaga: 17:00 – 23:00, föstudaga og laugardaga: 17:00 – 01:00 og á sunnudögum frá: 17:00 – 23:00.

Fjölskylduvænn veitingastaður sem vert er að kíkja á, en um fjögur hundruð fermetra pallur umlykur staðinn þar sem mögulegt er að tylla sér á sumrin.

 

Myndir: af facebook síðu Tangans

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið