Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
Brixton er nýtt “slædera” konsept þar sem boðið er uppá skemmtilegt úrval af hamborgurum í smárétta stíl. Brixton opnaði dyr sínar fyrr í vikunni með mjúk opnun en opnar nú formlega um helgina.
Á matseðlinum má finna 8 mismunandi tegundir af „slæderum“, ásamt spennandi sósum og fjölbreyttu úrvali drykkja. Það sem verður í boð er t.d. brisket-slæder, ostborgara-slæder, kjúklinga-slæder og fyrir þá sem vilja aðeins meira vesen þá er mælt með reyktu svínasíðu-slædernum. Brauðin eru sérbökuð fyrir staðinn af Ásgeiri hjá Sandholt sem eru sæt kartöflu brauð í “slædera” stærð.
Að Brixton standa Helgi Svavar Helgason, Sigurður Gunnlaugsson, Róbert Aron Magnússon og Guðmundur Gunnarsson, en þetta reynslumikla teymi hefur áður staðið að fjölmörgum veitingastöðum og stórviðburðum í gegnum tíðina.
Brixton er staðsettur á Tryggvagötu 20 – beint á móti Listasafni Reykjaríkur og er opinn sunnudaga til fimmtudaga frá 11:30 – 22:00 og föstudaga til laugardaga frá 11:30 – 23:30. Það verða frábær tilboð í gangi alla helgina og næstu vikurnar.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss