Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
Brixton er nýtt “slædera” konsept þar sem boðið er uppá skemmtilegt úrval af hamborgurum í smárétta stíl. Brixton opnaði dyr sínar fyrr í vikunni með mjúk opnun en opnar nú formlega um helgina.
Á matseðlinum má finna 8 mismunandi tegundir af „slæderum“, ásamt spennandi sósum og fjölbreyttu úrvali drykkja. Það sem verður í boð er t.d. brisket-slæder, ostborgara-slæder, kjúklinga-slæder og fyrir þá sem vilja aðeins meira vesen þá er mælt með reyktu svínasíðu-slædernum. Brauðin eru sérbökuð fyrir staðinn af Ásgeiri hjá Sandholt sem eru sæt kartöflu brauð í “slædera” stærð.
Að Brixton standa Helgi Svavar Helgason, Sigurður Gunnlaugsson, Róbert Aron Magnússon og Guðmundur Gunnarsson, en þetta reynslumikla teymi hefur áður staðið að fjölmörgum veitingastöðum og stórviðburðum í gegnum tíðina.
Brixton er staðsettur á Tryggvagötu 20 – beint á móti Listasafni Reykjaríkur og er opinn sunnudaga til fimmtudaga frá 11:30 – 22:00 og föstudaga til laugardaga frá 11:30 – 23:30. Það verða frábær tilboð í gangi alla helgina og næstu vikurnar.
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun