Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
Brixton er nýtt “slædera” konsept þar sem boðið er uppá skemmtilegt úrval af hamborgurum í smárétta stíl. Brixton opnaði dyr sínar fyrr í vikunni með mjúk opnun en opnar nú formlega um helgina.
Á matseðlinum má finna 8 mismunandi tegundir af „slæderum“, ásamt spennandi sósum og fjölbreyttu úrvali drykkja. Það sem verður í boð er t.d. brisket-slæder, ostborgara-slæder, kjúklinga-slæder og fyrir þá sem vilja aðeins meira vesen þá er mælt með reyktu svínasíðu-slædernum. Brauðin eru sérbökuð fyrir staðinn af Ásgeiri hjá Sandholt sem eru sæt kartöflu brauð í “slædera” stærð.
Að Brixton standa Helgi Svavar Helgason, Sigurður Gunnlaugsson, Róbert Aron Magnússon og Guðmundur Gunnarsson, en þetta reynslumikla teymi hefur áður staðið að fjölmörgum veitingastöðum og stórviðburðum í gegnum tíðina.
Brixton er staðsettur á Tryggvagötu 20 – beint á móti Listasafni Reykjaríkur og er opinn sunnudaga til fimmtudaga frá 11:30 – 22:00 og föstudaga til laugardaga frá 11:30 – 23:30. Það verða frábær tilboð í gangi alla helgina og næstu vikurnar.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin