Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Veitingarýni – Tryggvaskáli – Jólamatseðill

Birting:

þann

Tryggvaskáli

Nú í nóvember s.l. fór ég á veitingastaðinn Tryggvaskála, en þar var ég hluti af 20 manna hóp og við áttum pantað borð kl 19:00 og pöntuðum jólaseðilinn hjá þeim. Jólaseðillinn er 8 rétta seðill og fyrst á litið fannst mér seðillinn bara nokkuð spennandi.

Þegar við mættum á staðinn var vel tekið á móti okkur, jákvætt og gott viðmót starfsfólks og okkur vísað til borðs. Við sátum á tveimur tíu manna borðum á efri hæð hússins. Tryggvaskáli er mjög hlýlegur staður og húsið sjálft hefur langa sögu enda er þetta elsta hús á Selfossi byggt árið 1890. Meira um sögu hússins hér.

Tryggvaskáli

Jólamtseðillinn

Drykkjapantanir gengu mjög hratt fyrir sig og voru allir komnir með sína drykki innan skamms.

Því miður náðist ekki að taka myndir af öllum réttum og biðjumst við velvirðingar á því.

Heimalagað brauð kom á borðin og síðar var fyrsti réttur borinn fram:

Gæsasúpa með andarillet, foie gras og brauðteningum

„Súpan var borin fram í bolla. Ilmurinn af súpunni var mjög góður og bragðið enn betra. Súpan var mjög bragðmikil.“

Næsti réttur var:

Tryggvaskáli

Grenireykt bleikja með fáfnisgrasi, rúgbrauði, sinnepsfræum og kirsuberi

„Fallegur réttur. Fínt reykbragð af bleikjunni. Bragðið í þessum rétt var milt og létt.“

Næstu tveir réttir komu saman á disk, en það var:

Tvíreykt hangikjöt með fíkjum, brioch og grænertumauki
Og
Humar með jarðskokkum, tómat confit og humargljáa

„Þjónninn benti okkur á að best væri að byrja á því að borða humarinn og síðan hangikjötið þó það væri öfugt við hvað seðillinn sagði.  Humarinn var mjög góður og hangikjötið var algjört sælgæti, það fær fullt hús stiga hjá mér.“

Fimmti rétturinn var:
Reyktur grísahnakki með rauðkáli, fava baunum, perlulauk og sykurbrúnaðri kartöflufroðu.

„Ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur á tryggvaskála bara til að panta mér eina stóra skál af þessari kartöflufroðu. Mjög góður réttur og kom manni alveg í jólaskapið.“

Sjötti réttur var:

Tryggvaskáli

Andabringa með ananas, skalottlauk og einiberjagljáa.

„Ég verð nú að segja að þetta hafi verið síðsti rétturinn, en samt ekki slæmur réttur. Hann var í bragðmildari kantinum á miðað við alla hina réttina.“

Fyrsti eftirrétturinn var:

Sítrónufrómas og rifsberjaseyði

„Súr og ferskur. Aðeins of mikil sýra fyrir mig en flestir voru mjög sáttir við hann. Þarna var maður farinn að vera nokkuð saddur og einn réttur eftir.“

Eftirréttur númer tvö:

Tryggvaskáli

Pralín kaka með hægeldaðri peru, skyrmús, franskt núggat og pistasíur.

„Þó að flestir hafi verið saddir þegar þessi eftirréttur kom á borðið þá kláruðu allir af disknum.  Fullkominn endir á mjög góðum seðli.“

Þjónustan var mjög góð allt kvöldið og við fengum nákvæma útskýringu á öllum réttunum. Við gengum út mjög södd og sátt.

Tryggvaskáli

Á heildina litið var þetta mjög gott kvöld. Þjónustan og maturinn alveg til fyrirmyndar. Takk fyrir okkur.

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið