Vertu memm

Freisting

Veitingahúsin hafa enn ekki lækkað

Birting:

þann

Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands er greint frá að veitingahúsin hafi einungis lækkað um 3,2% frá því í febrúar s.l.

Hér að neðan ber að líta tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands;

  • Verðbólga mældist 5,3% í mars og hefur hækkað um 0,6% frá því í febrúarmánuði. Enn eru það hækkanir á markaðsverði húsnæðis sem leiða hækkunina en kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 2,5% milli mánaða. Þá hækkaði verð á fötum og skóm einnig mikið frá því í febrúar eða um 5,5% sem rekja má til útsöluloka á þessum vörum í verslunum.

    Verð á mat– og drykkjarvörum lækkaði um 0,9% milli mánaða og má ætla að hér sé að skila sér hluti þeirra lækkana sem varð á vörugjöldum þann 1. mars þegar vörugjöld voru afnumin af matvörum eins og gosi, söfum, kaffi, ís o.fl. Gert var ráð fyrir að afnám vörugjalda skilaði 1,3% verðlækkun á mat- og drykkjarvörum en ætla má að sú lækkun geti tekið 2-3 mánuði að skila sér að fullu.

    Breytingar á virðisaukaskatti sem gerðar voru þann 1 mars sl. náðu einnig til fleiri liða vísitölunnar og ber þar helst að nefna lækkun á virðisaukaskatti á veitingahúsum. Áætlað var að sú breyting hefði tæplega 9% áhrif til lækkunar á veitingarlið vísitölunnar. Við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs í mars hafði verð á veitingahúsum einungis lækkað um 3,2% frá því í febrúar. Vonir stóðu því til þess að veitingahús hefðu í kjölfarið lækkað hjá sér verð og skilað lækkun á virðisaukaskattinum til neytenda.

    Sú er hins vegar ekki raunin því veitingarliður vísitölunnar er nánast óbreyttur frá því í marsmánauði og því ljóst að veitingamenn eiga flestir enn eftir að skila neytendum þeirri lækkun sem þeim ber.

 

[email protected]

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið