Vertu memm

Freisting

Veitingahjónin Friðrik og Arnrún í samstarf við Hótel Eddu

Birting:

þann

Hótel Edda hefur gengið til samstarfs við hjónin Friðrik Val Karlsson og Arnrúnu Magnúsdóttur, sem áður ráku veitingastaðinn Friðrik V á Akureyri. Friðrik og Arnrún munu í sumar vinna náið með Edduhótelunum 13 sem starfrækt eru á landsbyggðinni að frekari þróun veitingastaða hótelanna.

Markmið samstarfsins er að efla enn frekar áherslu Eddu hótelanna á íslenska matargerð og hefðir, og munu hótelin njóta góðs af leiðsögn Friðriks Vals og nálgun hans á notkun íslensks hráefnis úr hverju héraði fyrir sig, segir í fréttatilkynningunni frá Hótel Eddu.

Hjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir stofnuðu veitingastaðinn Friðrik V árið 2001. Friðrik er útskrifaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1993. Friðrik sérhæfir sig í að elda úr fersku íslensku hráefni á nútíma, evrópska vísu, og hefur hann getið sér gott orð fyrir „túlkun“ sína á íslensku hráefni og matarhefðum.

Eddu hótelin hafa ávalt lagt áherslu á að nýta það hráefni sem finna má úr nágrenni hvers hótels fyrir sig í sinni matargerð, og kynna þannig íslenska ferskvöru og matarhefðir fyrir erlendum gestum hótelanna, við góðan orðstír.
Í samstarfi við þau hjónin munu hótelin nú leggja áherslu á að skerpa enn frekar á sérstöðu hvers og eins hótels, og draga fram helstu eiginleika íslenskrar náttúru og síns nánasta umhverfis í sinni matargerð.

Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt þrettán Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
Eddu hótelin bjóða hjónin Friðrik Val og Arnrúnu innilega velkomin á Edduhótelin í sumar.

Starfsmenn hótelanna munu taka vel á móti þeim hjónum, og hlakka til að njóta góðs af fagmennsku þeirra og áralangri reynslu. Við bjóðum jafnframt alla ferðalanga á ferð um Íslands velkomna á veitingastaði Eddu hótelanna í sumar. Það er okkur tilhlökkunarefni að bera með stolti á borð íslenskan mat, framreiddan af fyrsta flokks fagmennsku á alþjóðavísu.

/Smári

Mynd: Guðjón

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið