Markaðurinn
VEGA með nýjan samstarfsaðila á Íslandi
Þýski aðilinn VEGA hefur hafið samstarf við Bender ehf. varðandi þjónustu og sölu á vörum VEGA á Íslandi. Bender ehf. er meira þekkt fyrir að vera með AJ-vörulistann og Supersellers á Íslandi og hafa því verið að þjónusta íslenskan markað í all nokkurn tíma.
Jón Bender, eigandi Bender ehf., segir að VEGA hafi gríðarlega fjölbreytta línu til handa hótelum, veitingahúsum og kaffihúsum, allt frá fatnaði, borðbúnaði og skreytingum á borð yfir í húsgögn, rúm og rúmfatnað sem og smærri raftæki. VEGA er þýskt fyrirtæki sem er í eigu Erwin Müller group og hefur sérhæft sig í þjónustu við hótel og matvælageirann í um 30 ár og er í dag með um 40.000 vörunúmer á lager hjá sér. Þeir geti því afgreitt pantanir hratt til Íslands frá miðlægum lagerMeð þessum hætti er hægt að halda verðum í góðu hófi án þess að slaka á þýskum gæðastöðlum. VEGA ábyrgist að í leirtaui og borðbúnaði sé hægt að kaupa vöru inn í settið í allt að 10 ár frá kaupum.
Með því sé viðskiptavinum tryggt að varan sem keypt er verði ekki dottin út úr sölu skömmu eftir að hafa endurnýjað borðbúnað eða leirtau. Allan borðbúnað og fatnað er hægt að fá með merkingu.
Hægt er að skoða vöruúrval á heimasíðu VEGA www.vega.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






