Sverrir Halldórsson
Val á þjóðarrétti Danmerkur | Hver er þjóðarréttur Íslands?
Nú hafa Danir tekið sig til og sett í gang val á hvað sé þjóðarréttur þeirra og hefur Matvælaráðuneyti þeirra tekið að sér að leiða þetta verkefni og verður fyrst valdir réttir frá hinum ýmsum svæðum Danmerkur.
Svo verður alsherjarkosning og 20. nóvember næstkomandi verður tillynnt hvaða réttur hlýtur þann heiður að vera þjóðarréttur Dana.
Hér getur að líta listann með hvaða réttir keppa:
- Jómfrúarhumar með blómkáli
- Hjartarhryggur með eplakompot
- Karbonade með stúfuðum grænertum
- Brændende kærlighed – Kartöflustappa með bacon og lauk
- Tartalettur með kjúkling og sveppum
- Reykt sandhverfa með kartöflum, sultuðum rauðrófum og kapers
- Bollur í karrý með heimalöguðu mango chutney
- Smurbrauð með graflax og kartöflum
- Biximatur með rauðrófum
- Purusteik með rauðkáli og soðsósu
- Fiskibollur með heimalöguðu grófu jurtaremúlaði
- Steikt svínaflesk með steinseljusósu
- Soðinn Þorskur með sinnepssósu
- Skipperlabskovs
- Eplaflesk
- Farseraður blaðlaukur, með mjúkum lauk og eplum
- Steikt svínakótiletta með stúfuðu hvítkáli
- Önd með agúrkusalati og káli
- Rauðspretta með kartöflum, karrýremúlaði og agúrkusalati
- Kjötbollur með kartöflusalati, radísum og blaðlauk
- Hakkabuff með mjúkum lauk, spældu eggi og steiktum rauðrófum
- Gular baunir með svínakinnum og salati með ömmudressingu
- Steiktur kjúklingur með soðsósu og grænkálssalati
- Steikt síld með kartöflukompoti
Nú er spurning, á að setja í gang svona kosningu um hver sé þjóðarréttur Íslands?
Við munum tilkynna ykkur hvaða réttur verður fyrir valinu hjá frændum okkar Dönum.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu












