Sverrir Halldórsson
Val á þjóðarrétti Danmerkur | Hver er þjóðarréttur Íslands?
Nú hafa Danir tekið sig til og sett í gang val á hvað sé þjóðarréttur þeirra og hefur Matvælaráðuneyti þeirra tekið að sér að leiða þetta verkefni og verður fyrst valdir réttir frá hinum ýmsum svæðum Danmerkur.
Svo verður alsherjarkosning og 20. nóvember næstkomandi verður tillynnt hvaða réttur hlýtur þann heiður að vera þjóðarréttur Dana.
Hér getur að líta listann með hvaða réttir keppa:
- Jómfrúarhumar með blómkáli
- Hjartarhryggur með eplakompot
- Karbonade með stúfuðum grænertum
- Brændende kærlighed – Kartöflustappa með bacon og lauk
- Tartalettur með kjúkling og sveppum
- Reykt sandhverfa með kartöflum, sultuðum rauðrófum og kapers
- Bollur í karrý með heimalöguðu mango chutney
- Smurbrauð með graflax og kartöflum
- Biximatur með rauðrófum
- Purusteik með rauðkáli og soðsósu
- Fiskibollur með heimalöguðu grófu jurtaremúlaði
- Steikt svínaflesk með steinseljusósu
- Soðinn Þorskur með sinnepssósu
- Skipperlabskovs
- Eplaflesk
- Farseraður blaðlaukur, með mjúkum lauk og eplum
- Steikt svínakótiletta með stúfuðu hvítkáli
- Önd með agúrkusalati og káli
- Rauðspretta með kartöflum, karrýremúlaði og agúrkusalati
- Kjötbollur með kartöflusalati, radísum og blaðlauk
- Hakkabuff með mjúkum lauk, spældu eggi og steiktum rauðrófum
- Gular baunir með svínakinnum og salati með ömmudressingu
- Steiktur kjúklingur með soðsósu og grænkálssalati
- Steikt síld með kartöflukompoti
Nú er spurning, á að setja í gang svona kosningu um hver sé þjóðarréttur Íslands?
Við munum tilkynna ykkur hvaða réttur verður fyrir valinu hjá frændum okkar Dönum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla