Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Val á þjóðarrétti Danmerkur | Hver er þjóðarréttur Íslands?

Birting:

þann

Danmörk - Þjóðarréttur

Nú hafa Danir tekið sig til og sett í gang val á hvað sé þjóðarréttur þeirra og hefur Matvælaráðuneyti þeirra tekið að sér að leiða þetta verkefni og verður fyrst valdir réttir frá hinum ýmsum svæðum Danmerkur.

Svo verður alsherjarkosning og 20. nóvember næstkomandi verður tillynnt hvaða réttur hlýtur þann heiður að vera þjóðarréttur Dana.

Hér getur að líta listann með hvaða réttir keppa:

  • Jómfrúarhumar með blómkáli
  • Hjartarhryggur með eplakompot
  • Karbonade með stúfuðum grænertum
  • Brændende kærlighed – Kartöflustappa með bacon og lauk
  • Tartalettur með kjúkling og sveppum
  • Reykt sandhverfa með kartöflum, sultuðum rauðrófum og kapers
  • Bollur í karrý með heimalöguðu mango chutney
  • Smurbrauð með graflax og kartöflum
  • Biximatur með rauðrófum
  • Purusteik með rauðkáli og soðsósu
  • Fiskibollur með heimalöguðu grófu jurtaremúlaði
  • Steikt svínaflesk með steinseljusósu
  • Soðinn Þorskur með sinnepssósu
  • Skipperlabskovs
  • Eplaflesk
  • Farseraður blaðlaukur, með mjúkum lauk og eplum
  • Steikt svínakótiletta með stúfuðu hvítkáli
  • Önd með agúrkusalati og káli
  • Rauðspretta með kartöflum, karrýremúlaði og agúrkusalati
  • Kjötbollur með kartöflusalati, radísum og blaðlauk
  • Hakkabuff með mjúkum lauk, spældu eggi og steiktum rauðrófum
  • Gular baunir með svínakinnum og salati með ömmudressingu
  • Steiktur kjúklingur með soðsósu og grænkálssalati
  • Steikt síld með kartöflukompoti

 

Nú er spurning, á að setja í gang svona kosningu um hver sé þjóðarréttur Íslands?

Við munum tilkynna ykkur hvaða réttur verður fyrir valinu hjá frændum okkar Dönum.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið