Sverrir Halldórsson
Val á þjóðarrétti Danmerkur | Hver er þjóðarréttur Íslands?
Nú hafa Danir tekið sig til og sett í gang val á hvað sé þjóðarréttur þeirra og hefur Matvælaráðuneyti þeirra tekið að sér að leiða þetta verkefni og verður fyrst valdir réttir frá hinum ýmsum svæðum Danmerkur.
Svo verður alsherjarkosning og 20. nóvember næstkomandi verður tillynnt hvaða réttur hlýtur þann heiður að vera þjóðarréttur Dana.
Hér getur að líta listann með hvaða réttir keppa:
- Jómfrúarhumar með blómkáli
- Hjartarhryggur með eplakompot
- Karbonade með stúfuðum grænertum
- Brændende kærlighed – Kartöflustappa með bacon og lauk
- Tartalettur með kjúkling og sveppum
- Reykt sandhverfa með kartöflum, sultuðum rauðrófum og kapers
- Bollur í karrý með heimalöguðu mango chutney
- Smurbrauð með graflax og kartöflum
- Biximatur með rauðrófum
- Purusteik með rauðkáli og soðsósu
- Fiskibollur með heimalöguðu grófu jurtaremúlaði
- Steikt svínaflesk með steinseljusósu
- Soðinn Þorskur með sinnepssósu
- Skipperlabskovs
- Eplaflesk
- Farseraður blaðlaukur, með mjúkum lauk og eplum
- Steikt svínakótiletta með stúfuðu hvítkáli
- Önd með agúrkusalati og káli
- Rauðspretta með kartöflum, karrýremúlaði og agúrkusalati
- Kjötbollur með kartöflusalati, radísum og blaðlauk
- Hakkabuff með mjúkum lauk, spældu eggi og steiktum rauðrófum
- Gular baunir með svínakinnum og salati með ömmudressingu
- Steiktur kjúklingur með soðsósu og grænkálssalati
- Steikt síld með kartöflukompoti
Nú er spurning, á að setja í gang svona kosningu um hver sé þjóðarréttur Íslands?
Við munum tilkynna ykkur hvaða réttur verður fyrir valinu hjá frændum okkar Dönum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux