Keppni
Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023
- 1. sæti – Þriggja setta jól
- 2. sæti – Karamellu Nínur
- 3. sæti – Brownie karamellutoppar
Þá liggja fyrir úrslit í hinni sívinsælu Smákökukeppni Kornax sem haldin var núna í nóvember og er orðin partur af undirbúningi jólanna hjá svo mörgum.
Þetta var 15. árið sem keppnin er haldin í frábæru samstarfi við Nóa Síríus og okkar samstarfsaðila.
Dómnefnd keppninnar var að þessu sinni skipuð miklum matgæðingum og samfélagsmiðlastjörnum ásamt sigurvegara keppninnar frá því í fyrra, en þau sem dæmdu eru;
- Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa-Síríus
- Linda Benediktsdóttir matarbloggari og áhrifavaldur
- Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og matgæðingur
- Linda Björk Markúsdóttir sigurvegari keppninnar 2022
- Jóhannes Freyr Baldursson Deildarstjóri matvælasviðs Kornax
Eftir umfangsmiklar smakkanir hjá dómurum komust þeir að þeirri niðurstöðu að Í fyrsta sæti væri Dagný Marinósdóttir og dóttir hennar Þórey María Kolbeinsdóttir með kökuna Þriggja seta jól. Í öðru sæti var Nína Björk Þórsdóttir með Karamellu Nínur og í þriðja sæti var svo Baldvin Lár Benediktsson með Brownie karamellutoppa.
Veitt voru vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin sem komu frá okkar frábæru samstarfsaðilum.
![Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2023/11/1-saeti-2023-1024x1024.jpg)
Í fyrsta sæti í smákökusamkeppni Kornax urðu Dagný Marinósdóttir og dóttir hennar Þórey María Kolbeinsdóttir. Dagný var erlendis og það voru því dætur hennar sem komu að sækja vinningana
1. sæti
Kitchen Aid hrærivél ( Artisan 185 línan ) frá Raflandi í lit að eigin vali
Gjafabréf að upphæð kr. 50.000.- frá Nettó
Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk í Hveragerði
Gjafabréf að upphæð kr. 20.000.- á veitingastaðnum Apótek Kitchen & Bar
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x Sky miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn
2. sæti
Gjafabréf að upphæð kr. 30.000.- frá Nettó
Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Apótek Kitchen & Bar í Afternoon Tea
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x pure miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn
3. sæti
Gjafabréf að upphæð kr. 20.000.- frá Nettó
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x pure miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn
Kornax óskar verðlaunahöfum keppninnar innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í keppninni.
Uppskriftirnar af verðlaunasmákökunum má finna á vef Líflands – Kornax
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan