Vertu memm

Keppni

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Birting:

þann

Þá liggja fyrir úrslit í hinni sívinsælu Smákökukeppni Kornax sem haldin var núna í nóvember og er orðin partur af undirbúningi jólanna hjá svo mörgum.

Þetta var 15. árið sem keppnin er haldin í frábæru samstarfi við Nóa Síríus og okkar samstarfsaðila.

Dómnefnd keppninnar var að þessu sinni skipuð miklum matgæðingum og samfélagsmiðlastjörnum ásamt sigurvegara keppninnar frá því í fyrra, en þau sem dæmdu eru;

  • Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa-Síríus
  • Linda Benediktsdóttir matarbloggari og áhrifavaldur
  • Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og matgæðingur
  • Linda Björk Markúsdóttir sigurvegari keppninnar 2022
  • Jóhannes Freyr Baldursson Deildarstjóri matvælasviðs Kornax

Eftir umfangsmiklar smakkanir hjá dómurum komust þeir að þeirri niðurstöðu að Í fyrsta sæti væri Dagný Marinósdóttir og dóttir hennar Þórey María Kolbeinsdóttir með kökuna Þriggja seta jól.  Í öðru sæti var Nína Björk Þórsdóttir með  Karamellu Nínur og í þriðja sæti var svo Baldvin Lár Benediktsson með Brownie karamellutoppa.

Veitt voru vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin sem komu frá okkar frábæru samstarfsaðilum.

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Í fyrsta sæti í smákökusamkeppni Kornax urðu Dagný Marinósdóttir og dóttir hennar Þórey María Kolbeinsdóttir. Dagný var erlendis og það voru því dætur hennar sem komu að sækja vinningana

1. sæti
Kitchen Aid hrærivél ( Artisan 185 línan ) frá Raflandi í lit að eigin vali
Gjafabréf að upphæð kr. 50.000.- frá Nettó
Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk í Hveragerði
Gjafabréf að upphæð kr. 20.000.- á veitingastaðnum Apótek Kitchen & Bar
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x Sky miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Í öðru sæti var Nína Björk Þórsdóttir

2. sæti
Gjafabréf að upphæð kr. 30.000.- frá Nettó
Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Apótek Kitchen & Bar í Afternoon Tea
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x pure miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Í þriðja sæti var svo Baldvin Lár Benediktsson

3. sæti
Gjafabréf að upphæð kr. 20.000.- frá Nettó
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x pure miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn

Kornax óskar verðlaunahöfum keppninnar innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í keppninni.

Uppskriftirnar af verðlaunasmákökunum má finna á vef Líflands – Kornax

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið