Uncategorized
Úrslit í vínþjónakeppninni
Undankeppnin var í skriflegt próf, skrifleg blindsmökkun á tvemur vínum þar sem þarf að lýsa vínunum eins ýtarlega og hægt er og að lokum að reyna að segja til um hvaðan það komu, þrúgur og þær upplýsingar sem keppanda dattí hug. Að lokum var verklegt próf þar sem hver keppandi hafði 5 mínútur til að opna kampavínsflösku og afgreiða á 2 gesti eftir öllum þeim reglum sem því fylgir.
Þeir Keppendur sem komust svo í úrslit voru: Atli Már frá Grillinu Hótel Sögu, Elisabet Alba frá Vox á Nordica og Ómar Þór frá Hótel Holti.
Í úrslitunum fór allt fram fyrir framan áhorfendur sem jók að sjálfsögðu á stressið hjá keppendunum en þar var keppt í umhellingu á rauðvíni, samsetning á mat við vínlista, munnleg blindsmökkun á hvítvíni og rauðvíni, staðfesting á þremur freyðivínum: hverskonar og hvaðan þau kæmu og að lokum var farið í léttan leik sem hét 1X2 og var þar spurt 10 spurninga þar sem svarið gat annaðhvort verið liður 1, X eða 2.
Keppnin var æsispennandi og var mjótt á munum allt til loka
Sigurvegarinn var Atli Már þjónn frá Grillinu, í öðru sæti Elisabet Alba þjónn frá Vox og í því þriðja Ómar Þór þjónn frá Holtinu.
Það vakti mikla eftirtekt hversu langt tveir þjónanemar komust langt í keppninni og verða þau tvímælalaust í efri sætum vínþjónakeppna næstu ára, þau eru Dagný Baldursdóttir nemi á Grillinu og Hróðmar Eydal nemi á Holtinu.
Atli Már mun fara sem fulltrúi Íslands í evrópukeppni vínþjóna sem verður haldin í Reims í Frakklandi í júní.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin