Keppni
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
Á degi heilags Patreks fóru fram úrslitin í Jameson kokteilakeppninni Dublin Meets Reykjavík í samstarfi Barþjónaklúbbs Íslands og Mekka þar sem 10 keppendur komu saman og kepptu sín á milli.
Sjá einnig: Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
Úrslit
Þar stóð Heimir Morthens frá Drykk bar uppi sem sigurvegari með drykkinn sinn Irishman.
Í öðru sæti var Imad El Moubarik frá Coffee & Cocktails með drykkinn sinn Northern Celt.
Í þriðja sæti varð Grétar Matthíasson frá Blik Bistro með drykkinn sinn Lets have Jameson
Markmið keppenda var að nota Jameson viskí frá Dublin á Írlandi og tengja það við Ísland með einhverjum hætti.
Sjá einnig: Litrík helgi framundan: Hér eru staðirnir sem fagna heilögum Patrek með stæl
Sigurdrykkurinn
Sigurdrykkinn er hægt að fá á Drykk bar í Pósthús Mathöll út marsmánuð, en hann inniheldur:
Jameson Caskmates Stout Edition
Shanky´s Whip
Guinness Reduction
Brown Sugar Syrup
Salt lausn
Súkkulaði Bitter
Myndir og vídeó
- Úrslit kynnt með tilþrifum. Það voru Steinþór Einarsson vörumerkjastjóri Mekka og Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands sem afhentu verðlaunin
- Dómarar
- Keppendur
- Heimir Morthens hlaut í vinning, ferð til Dublin á Írlandi, VIP aðgang að Jameson Distillery, Jameson vörur, eignabikar ofl.
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri