Keppni
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
Á degi heilags Patreks fóru fram úrslitin í Jameson kokteilakeppninni Dublin Meets Reykjavík í samstarfi Barþjónaklúbbs Íslands og Mekka þar sem 10 keppendur komu saman og kepptu sín á milli.
Sjá einnig: Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
Úrslit
Þar stóð Heimir Morthens frá Drykk bar uppi sem sigurvegari með drykkinn sinn Irishman.
Í öðru sæti var Imad El Moubarik frá Coffee & Cocktails með drykkinn sinn Northern Celt.
Í þriðja sæti varð Grétar Matthíasson frá Blik Bistro með drykkinn sinn Lets have Jameson
Markmið keppenda var að nota Jameson viskí frá Dublin á Írlandi og tengja það við Ísland með einhverjum hætti.
Sjá einnig: Litrík helgi framundan: Hér eru staðirnir sem fagna heilögum Patrek með stæl
Sigurdrykkurinn
Sigurdrykkinn er hægt að fá á Drykk bar í Pósthús Mathöll út marsmánuð, en hann inniheldur:
Jameson Caskmates Stout Edition
Shanky´s Whip
Guinness Reduction
Brown Sugar Syrup
Salt lausn
Súkkulaði Bitter
Myndir og vídeó
- Úrslit kynnt með tilþrifum. Það voru Steinþór Einarsson vörumerkjastjóri Mekka og Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands sem afhentu verðlaunin
- Dómarar
- Keppendur
- Heimir Morthens hlaut í vinning, ferð til Dublin á Írlandi, VIP aðgang að Jameson Distillery, Jameson vörur, eignabikar ofl.
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





















































