Keppni
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
Á degi heilags Patreks fóru fram úrslitin í Jameson kokteilakeppninni Dublin Meets Reykjavík í samstarfi Barþjónaklúbbs Íslands og Mekka þar sem 10 keppendur komu saman og kepptu sín á milli.
Sjá einnig: Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
Úrslit
Þar stóð Heimir Morthens frá Drykk bar uppi sem sigurvegari með drykkinn sinn Irishman.
Í öðru sæti var Imad El Moubarik frá Coffee & Cocktails með drykkinn sinn Northern Celt.
Í þriðja sæti varð Grétar Matthíasson frá Blik Bistro með drykkinn sinn Lets have Jameson
Markmið keppenda var að nota Jameson viskí frá Dublin á Írlandi og tengja það við Ísland með einhverjum hætti.
Sjá einnig: Litrík helgi framundan: Hér eru staðirnir sem fagna heilögum Patrek með stæl
Sigurdrykkurinn
Sigurdrykkinn er hægt að fá á Drykk bar í Pósthús Mathöll út marsmánuð, en hann inniheldur:
Jameson Caskmates Stout Edition
Shanky´s Whip
Guinness Reduction
Brown Sugar Syrup
Salt lausn
Súkkulaði Bitter
Myndir og vídeó
- Úrslit kynnt með tilþrifum. Það voru Steinþór Einarsson vörumerkjastjóri Mekka og Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands sem afhentu verðlaunin
- Dómarar
- Keppendur
- Heimir Morthens hlaut í vinning, ferð til Dublin á Írlandi, VIP aðgang að Jameson Distillery, Jameson vörur, eignabikar ofl.
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





















































