Markaðurinn
Uppskrift – Klassísk Íslensk kjötsúpa
Hráefni
800 gr. feitt súpukjöt
1,6 L vatn
8 stk. nýjar kartöflur
2 stk. rófur
8 stk. gulrætur
40 gr. þurrkaðar súpujurtir (helst með skessujurt)
Íslenskt sjávarsalt
Aðferð
- Þessi uppskrift er einföld og þægileg. Byrjið á að setja lambakjöt í pott og skolið vel í köldu vatni, hellið vatninu af, og setjið 1,6 l af vatni útí. Setjið pottinn á hellu á miðlungshita og bíðið eftir suðu.
- Á meðan að suðan er að koma upp, skerið nýjar kartöflur í fjóra bita, rófur í 6-8 bita hvora og gulrætur í 6-8 bita.
- Þegar suðan er komin upp, fleytið froðuna sem kemur í fyrstu suðu og næsta korterið. Passið að sjóði rólega allan tímann.
- Bætið í kartöflum, súpujurtum, gulrótum og látið sjóða í 30 min, bætið þá rófum við og sjóðið þar til þær eru eldaðar í gegn. Smakkið súpuna til með salti og berið fram rjúkandi heita.
Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata