Markaðurinn
Uppskrift – Klassísk Íslensk kjötsúpa
Hráefni
800 gr. feitt súpukjöt
1,6 L vatn
8 stk. nýjar kartöflur
2 stk. rófur
8 stk. gulrætur
40 gr. þurrkaðar súpujurtir (helst með skessujurt)
Íslenskt sjávarsalt
Aðferð
- Þessi uppskrift er einföld og þægileg. Byrjið á að setja lambakjöt í pott og skolið vel í köldu vatni, hellið vatninu af, og setjið 1,6 l af vatni útí. Setjið pottinn á hellu á miðlungshita og bíðið eftir suðu.
- Á meðan að suðan er að koma upp, skerið nýjar kartöflur í fjóra bita, rófur í 6-8 bita hvora og gulrætur í 6-8 bita.
- Þegar suðan er komin upp, fleytið froðuna sem kemur í fyrstu suðu og næsta korterið. Passið að sjóði rólega allan tímann.
- Bætið í kartöflum, súpujurtum, gulrótum og látið sjóða í 30 min, bætið þá rófum við og sjóðið þar til þær eru eldaðar í gegn. Smakkið súpuna til með salti og berið fram rjúkandi heita.
Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






