Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ung íslensk kona rekur einn besta veitingastað í Berlín
Veitingastaðurinn Dóttir er sagður meðal bestu nýju veitingastaða Berlínarborgar í grein á Bloomberg. Ung íslensk kona, Victoria Elíasdóttir, rekur veitingastaðinn, en hún er hálfsystir listamannsins Ólafs Elíassonar, að því er fram kemur á vefnum ruv.is.
Veitingastaðurinn, sem leggur áherslu á fiskrétti, var opnaður á Mittestraβe í gamla Mitte-hverfinu í Berlín í mars síðastliðnum. Í greininni á Bloomberg er veitingastaðnum og matseðli hans hrósað i hástert.
Þá er farið fögrum orðum um Victoriu, sem er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur, fædd í Danmörku og alin upp á Íslandi. Þykir hún hafa gott auga fyrir smáatriðum, bæði þegar kemur að framsetningu matarins og útliti staðarins sjálfs, en hann er að finna í byggingu sem hafði staðið yfirgefin í 37 ár.
Að lokum segir á ruv.is að þýskir miðlar hafa einnig fjallað talsvert um Victoriu og veitingastaðinn hennar, meðal annars Bazaar og Die Welt.
Meðal efnis á matseðli:
Greint frá á ruv.is.
Myndir: af facebook síðu Dóttir.
Heimasíða: www.dottirberlin.com
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur