Keppni
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics
English below.
Sunnudaginn 27. apríl næstkomandi fer fram undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna.
Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að blindsmakka og greina vín, geta sýnt rétta meðhöndlun mismunandi víntegunda (s.s. umhellingu léttvíns og/eða opnun kampavíns) og skila vínpörun með matseðli.
Prófið og keppnin fer fram á ensku þar sem þeir tveir keppendur sem hljóta efstu tvö sætin munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti Vínþjóna í Stokkhólmi í október.
Tveimur vikum fyrir keppni, sunnudaginn 13. apríl, bjóða Vínþjónasamtök Íslands uppá kynningarfund þar sem stjórn Víþjónasamtakanna, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér og fara ítarlega yfir keppnisaðferðir og reglur.
Skráning og fyrirspurnir sendist á vínþjónasamtökin, á netfangið: info@vinthjonasamtok.is
Staðsetning verður auglýst síðar.
English
The Icelandic Sommelier Association will host a qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics Competition on Sunday, April 27th. All interested parties are welcome to participate and must be ready to demonstrate their skills at number of tasks such as, blind tasting, sparkling wine service and/or decantatin, wine and food pairings as well as sit a theoretical examination. The competition will be held in English as the top two candidates will represent Iceland at the Best Sommelier of the Nordics Competition which will take place in Stockholmn this coming October.
The board of the Icelandic Sommelier Association will invite members and those interested in competing to a run down of competition rules and regulations two weeks prior to the competition on Sunday, April 13th.
To register, please send an email to info@vinthjonasamtok.is
Locations will be advertised at a later date.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Nemendur & nemakeppni2 klukkustundir síðan
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir