Markaðurinn
Umhverfisvottaðar kaffilausnir fyrir þinn vinnustað – Má bjóða þér kaffi?
Verið velkomin í rjúkandi heitan bolla af Pelican Rouge kaffi í verslun Rekstrarvara, Réttarhálsi 2. Verslun og sýningarsalur er opinn alla virka daga frá kl. 08:00 til 17:00.
Pelican Rouge hóf starfsemi sína árið 1863 í Belgíu með sjálfbærni að leiðarljósi. Kaffið er með Fair Trade vottun, Rain Forest Alliance vottað og lífrænt (organic). Pakkningarnar eru einnig endurvinnanlegar.
Rekstrarvörur bjóða úrval af kaffibaunum, hylkjum og möluðu kaffi frá Pelican Rouge svo allir finni sinn rétta bolla – alla leið frá Brasilíu og víðar
Við mælum með heimsókn að smakka.
Kaffilausnir RV
Kaffilausnir RV er góður og hagkvæmur valkostur fyrir vinnustaði sem vilja geta boðið sínu starfsfólki og viðskiptavinum uppá hágæða kaffidrykki, te, ískalt eða kolsýrt vatn.
Með þjónustusamningi um kaffiþjónustu finnum við réttu kaffilausnina fyrir þinn vinnustað. Þinn ráðgjafi hjá RV sér um að allt gangi áhyggjulaust fyrir sig.
Kaffivélin og kaffið eru mikilvæg fyrir vinnuandann og vellíðan á vinnustað og þarf vélin að vera áreiðanleg, án vandræða og einföld í notkun.
Vélarnar frá RV eru meira en bara kaffivél en með snjall kaffivélunum okkar getur þú breytt henni í virkan miðil til að miðla upplýsingum og markaðsefni til starfsfólks og viðskiptavina á einfaldan og skýran hátt á sama tíma hefur þú algjöra yfirsýn yfir notkun.
Ráðgjafar Rekstrarvara taka vel á móti þér og finna réttu lausnina fyrir þig og þinn vinnustað.
Smelltu hér til að kynna þér kaffilausnir RV fyrir vinnustaðinn þinn.
Hafðu samband við [email protected] fyrir frekari upplýsingar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?