Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tveir Íslenskir matreiðslumenn teknir inn í “American Academy of Chefs”

Birting:

þann

Hilmar B. Jónsson, Dr. Janey Thornton aðstoðarumhverfisráðherra Bandaríkjanna og Gissur Guðmundsson

Matreiðslumeistarnir Gissur Guðmundsson forseti alheimssamtaka matreiðslumanna, WACS og Hilmar B. Jónsson varaforseti WACS voru í síðustu viku teknir inn í “American Academy of Chefs” AAC, á þingi “American Culinary Federation” ACF sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu.

AAC er næst hæsta virðingarstig sem matreiðslumenn í Bandaríkjunum geta fengið. Það hæsta er “Hall of Fame”

Gissur fékk þessa upphefð sem forseti WACS en Hilmar fyrir að hafa ferðast um Bandaríkin í 21 ár að kenna matreiðslumönnum að elda fisk á vegum Icelandic Seafood Inc áður Iceland Seafood og Samband of Iceland.

Dr. Janey var einn af ræðumönnum á þinginu og talaði um mikilvægi samstarfs matreiðslumanna og skólamötuneyta um hollari mat í skólum.

Andreas Jacobsen er matreiðslumaður að mennt og hefur starfað við fagið til fjölda ára. Hægt er að hafa samband við Andreas á netfangið [email protected]

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið