Uncategorized
Tommasi Ripasso fær verðlaunin Gyllta glasið 2006
Tommasi Ripasso er vín sem slegið hefur í gegn á undanförnum árum. Tommasi kemur frá Veneto á Ítalíu og er frekar lítið fjölskyldufyrirtæki rekið af fjórða ættlið í dag.
Tommasi Ripasso er oft nefnt Baby Amarone þar sem að það er látið gerjast á þurrkuðum og pressuðum vínþrúgum sem notaðar hafa verið í gerð Amarone vína. Þessi aðferð er einungis notuð þegar sérstaklega árar vel í Veneto.
Tommasi Ripasso hefur sópað að sér verðlaunum á margskonar uppákomum víða um heim og sigurgangan hélt áfram nú í október hér á Fróni, en Tommasi Ripasso fékk verðlaunin Gyllta glasið 2006 sem veitt voru við hátíðlega athöfn á Hótel Borg núna í lok október. Tommasi Ripasso fékk þar flest stig og þótti bera af hvað fínleika og fágun snertir.
Í Decanter, sem er virt tímarit sem sérhæfir sig í léttvínum, fékk Tommasi Ripasso **** af fimm mögulegum og þess má geta að þetta vín er nú framreitt í fyrsta klassa farrými British Airwives.
Hér er á ferðinni frábært vín sem allir ættu að prófa. Frábært vín með flestu rauðu kjöti og gengur afar vel með villibráð.
Tommasi Rippaso fæst í flestum vínbúðum ÁTVR og kostar aðeins 1.850.-
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





