Uncategorized
Tommasi Ripasso fær verðlaunin Gyllta glasið 2006
Tommasi Ripasso er vín sem slegið hefur í gegn á undanförnum árum. Tommasi kemur frá Veneto á Ítalíu og er frekar lítið fjölskyldufyrirtæki rekið af fjórða ættlið í dag.
Tommasi Ripasso er oft nefnt Baby Amarone þar sem að það er látið gerjast á þurrkuðum og pressuðum vínþrúgum sem notaðar hafa verið í gerð Amarone vína. Þessi aðferð er einungis notuð þegar sérstaklega árar vel í Veneto.
Tommasi Ripasso hefur sópað að sér verðlaunum á margskonar uppákomum víða um heim og sigurgangan hélt áfram nú í október hér á Fróni, en Tommasi Ripasso fékk verðlaunin Gyllta glasið 2006 sem veitt voru við hátíðlega athöfn á Hótel Borg núna í lok október. Tommasi Ripasso fékk þar flest stig og þótti bera af hvað fínleika og fágun snertir.
Í Decanter, sem er virt tímarit sem sérhæfir sig í léttvínum, fékk Tommasi Ripasso **** af fimm mögulegum og þess má geta að þetta vín er nú framreitt í fyrsta klassa farrými British Airwives.
Hér er á ferðinni frábært vín sem allir ættu að prófa. Frábært vín með flestu rauðu kjöti og gengur afar vel með villibráð.
Tommasi Rippaso fæst í flestum vínbúðum ÁTVR og kostar aðeins 1.850.-

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.