Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tómas matreiðslumaður tekur við veitingarekstrinum á Hótel Selfossi
Hótel Selfoss hefur náð samkomulagi við Tómas Þóroddsson um rekstur veitingastaðarins Riverside. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og þekkingu í rekstri veitingastaða. Tómas rekur m.a. Kaffi Krús, Tryggvaskála, Messann og heilsustaðinn Vor.
Riverside veitingastaðurinn er þekktur fyrir gæða máltíðir og vinalegt andrúmsloft í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og kannski hægt að segja að ég sé kominn aftur heim, því ég lærði á Hótel Selfossi, útskrifaðist sem matreiðslumaður þaðan 1993 og var svo ráðinn yfirkokkur og gegndi því starfi til 1999″.
Segir Tómas í samtali við dfs.is sem fjallar meira um málið hér.
Sjá einnig: Riverside Restaurant – Veitingarýni
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025