Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tómas matreiðslumaður tekur við veitingarekstrinum á Hótel Selfossi
Hótel Selfoss hefur náð samkomulagi við Tómas Þóroddsson um rekstur veitingastaðarins Riverside. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og þekkingu í rekstri veitingastaða. Tómas rekur m.a. Kaffi Krús, Tryggvaskála, Messann og heilsustaðinn Vor.
Riverside veitingastaðurinn er þekktur fyrir gæða máltíðir og vinalegt andrúmsloft í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og kannski hægt að segja að ég sé kominn aftur heim, því ég lærði á Hótel Selfossi, útskrifaðist sem matreiðslumaður þaðan 1993 og var svo ráðinn yfirkokkur og gegndi því starfi til 1999″.
Segir Tómas í samtali við dfs.is sem fjallar meira um málið hér.
Sjá einnig: Riverside Restaurant – Veitingarýni
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







