Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tómas matreiðslumaður tekur við veitingarekstrinum á Hótel Selfossi
Hótel Selfoss hefur náð samkomulagi við Tómas Þóroddsson um rekstur veitingastaðarins Riverside. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og þekkingu í rekstri veitingastaða. Tómas rekur m.a. Kaffi Krús, Tryggvaskála, Messann og heilsustaðinn Vor.
Riverside veitingastaðurinn er þekktur fyrir gæða máltíðir og vinalegt andrúmsloft í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og kannski hægt að segja að ég sé kominn aftur heim, því ég lærði á Hótel Selfossi, útskrifaðist sem matreiðslumaður þaðan 1993 og var svo ráðinn yfirkokkur og gegndi því starfi til 1999″.
Segir Tómas í samtali við dfs.is sem fjallar meira um málið hér.
Sjá einnig: Riverside Restaurant – Veitingarýni
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024