Markaðurinn
Töfrandi jólaleyniskógur bar sigur úr býtum
Það er óhætt að segja að hollustan, hugmyndaflugið og litagleðin hafi ráðið ríkjum í jólaleik Krabbameinsfélagsins sem haldinn var í samstarfi við Banana og Hagkaup. Úrslit voru kynnt í Hagkaup Smáralind um helgina þar sem keppendur settu grænmeti, ávexti og ber í jólalegan og skemmtilegan búning. Sjón er sögu ríkari.
Viðbrögðin við jólaleiknum voru góð og úrslitin voru tilkynnt í Hagkaup Smáralind um helgina. Eins og myndirnar sýna þá er hægt að gera skemmtilegar útfærslur án þess að það sé of tímafrekt eða flókið þó vissulega taki sumar hugmyndirnar ögn lengri tíma en aðrar.
Framlögin voru afar fjölbreytt og skemmtileg – Sjón er sögu ríkari
1. sæti: Töfrandi jólaleyniskógur, Rūta Vaišvilaitė
Rūta fékk að launum 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 40.000 kr. gjafabréf frá Hagkaup.
Það tók Rūtu nokkra daga að finna út hvað hún ætlaði að búa til. Fyrst datt henni í hug að búa til snjókarl en fann ekkert hentugt hvítt grænmeti. Þá varð henni hugsað til íslensku jólasveinanna og ákvað að gera töfrandi jólaleyniskóg.
2. sæti: Litskrúðugur ávaxta- og berjakrans, Miglė Milinauskaitė
Miglė fékk 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 25.000 gjafabréf frá Hagkaup.
Miglė skar miðhlutann úr vatnsmelónu og notaði glas til að gera hringinn í miðjuna. Síðan byrjaði hún neðst og stakk bláum og grænum vínberjum með tannstönglum í hringinn og berjunum þar á eftir. Efst setti hún svo myntublöð sem hún festi með tannstönglu
Innihald: Vatnsmelóna, rauð og græn vínber, brómber, trönuber, bláber, jarðarber, rifsber og mynta.
3. sæti: Fallegt og girnilegt ávaxtatré, Ingibjörg Pálsdóttir
Ingibjörg fékk 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 15.000 gjafabréf frá Hagkaup.
Ingibjörg skar endana af epli til að nota sem stoð, valdi stærstu gulrót sem hún fann og reyndi að hafa hana sem líkasta keilu og festi gulrótina við eplið með tannstönglum. Jarðaberin eru svo fest á með hálfum tannstönglum. Síðan prentaði hún út stjörnu og notaði sem skapalón til að skera út stjörnu úr rófu sem hún festi á topp trésins.
Innihald: Gulrót, epli, jarðaber, mynta og rófa
Einnig voru veitt aukaverðlaun frá Lemon fyrir þessar skemmtilegu útfærslur:
Ramona Pittroff gerði þessa skemmtilegu útfærslu af Trölla
Innihald og lýsing: Jarðaber (í húfuna), blómkál (í húfukappann og dúsk), gul paprika (augu), trönuber (augasteinn), græn vínber (andlit), jöklasalat (undirlag andlits), gúrkuhýði (andlistdrættir og augnabrúnir) og tannstönglar til að festa augasteina.
Nína Margrét Jónsdóttir – Vegan – vagga á jólanótt
„Þá nýfæddur Jesú í plómunni lá,
á jólunum fyrstu var margt grænmeti að sjá.
Þau hámuðu í sig frá fati til fats,
því hann var nú fæddur í líkingu mats“.
Innihaldslýsing: Tómatar, regnbogagulrætur, rófur, sellerí, paprika, klettasalat, salat, spergilkál, blómkál, sótróna, plóma, vínber, spírur, brómber og ólífa.
Miglė Milinauskaitė – 2. sæti
Miglė Milinauskaitė, sem lenti í 2. sæti, skilaði einnig inn þessum skemmtilegu appelsínuskálum.
Innihaldslýsing: Appelsínur, melónur( vatnsmelóna og cantaloupe), mandarínur, bláber, kókosflögur,rósmarín og heimagert hunang.
Sigríður og Brimar voru með þessa skemmtilegu útfærslu
Jasur Vohidov var með þessar litríku og flottu útfærslur
Dómnefnd skipuðu:
Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, formaður dómnefndar.
Eva Ruza, skemmtikraftur.
Sjöfn Þórðardóttir, umsjónarmaður matarvefs Mbl.is.
Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Myndir: krabb.is
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina