Sverrir Halldórsson
Tívolí, Tívolí, Tívolí | Veitingarýni: Bæjarins bestu og Smurstöðin
Þegar ég fór að að reyna að para saman mat við Tívolí plötu Stuðmanna sem þeir gáfu út árið 1976, þá varð mér hugsað hvaða staður væri óbreyttur frá því ári og eini staðurinn sem ég fann var Bæjarins bestu í Tryggvagötu.
Lá leiðin í hádeginu þangað og þjóðarréttur landans pantaður, þ.e. ein með öllu og kók og fjanda kornið það smakkast alltaf eins, sem er grunnurinn að vinsældum þeirra, svo fór maður í bíltúr og var bara slakur.
Um kvöldið var ég mættur á Smurstöðina í Hörpunni, nýr veitingastaður á jarðhæðinni og lét smyrja, en aðalsmerki þeirra er smurbrauð og þar sem smurbrauð eins og við þekkjum það, er upprunnið frá Danmörku og Tívolí er í Danmörku var þetta prýðistenging.
Þeir voru með tvennutilboð fyrir tónleikagesti, sem samanstóð af:

Rækjur og egg, sprödt kyllingaskind með spergli og skjaldfléttu.
Naut með kóngasveppa-remúlaði, kerfil og stökkum lauk.
Þetta voru mjög skemmtilegar útfærslur á brauðinu og spilaði bragðið vel saman á báðum sneiðunum, flott.
Í eftirrétt fékk ég smá sýnishorn á diski sem voru eftirfarandi:
Sítrusbláberjatart með hvítu súkkulaði
Þetta er sú albesta berjakaka sem ég hef smakkað og sítrónubragðið sem kemur manni sannarlega á óvart, má til gamans segja að það er ekkert smjör í þessari tertu.
Súkkulaðikaka úr 100% kakóbauna og ávaxtasúkkulaði
Löguð úr Omnom súkkulaði og þvílíkt sælgæti ekta súkkulaðibragð ekki einhver sykurleðja, eina kannski aðeins og mikið af hnetum.
Brennt krem með íslenskum kryddum, þunnum marengs og uppskeru haustsins
Vá hvað þetta er gott með svona chunky rabbabara og athugið að það er enginn rjómi í þessu, heldur er mjólk.
Íslenskir ostar með reyniberjahlaupi
Framreiddir vel þroskaðir og algjör unaður og ekki skemmdi reyniberjahlaupið með svona vott af appelsínubragði.
Er hér var komið var maður orðinn svolítið síður, en sem betur fer var stutt í lyftuna til að fara upp á 3. hæð í sætið sitt og njóta þess besta frá Stuðmönnum flytja Tívolí plötuna á tónleikum og eins og þeim er vant þá brugðust þeir ekki væntingum sem gerða hafa verið til þeirra.
Endum hér á stórskemmtilegu lagi Tívolí í nýjum búningi Stuðmanna, af endurútgefinni samnefndri plötu. Um er að ræða plötuna í heild sinni sem kom út fyrst 1976 og er af mörgum talin ein best poppplata Íslandssögunnar. Búið er að auka hljómgæðin á plötunni og 6 aukalögum.
Myndband frá tónleikunum:
Algjör tónlistaorgía og það ofaní matarorgíu, ég var dauðuppgefinn er ég skreið upp í rúm og sofnaði og örugglega dreymt einhverja orgíu.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri