Frétt
Þvílík óvirðing fyrir iðnaðarmönnum þessa lands
Kæru lesendur.
Stundum getur maður ekki orða bundist. Hér koma upp hvert málið á fætur öðru þar, sem “Hið Háa“ Alþingi samþykkir lög með öllum greiddum atkvæðum sem maður gæti haldið að þetta fólk hafi ekki einu sinni lesið, hvað þá heldur skoðað hvað þau voru að skrifa undir.
Í fyrsta lagi lög sem varða aldraða þar sem frískum ellismellum er hengt fyrir að geta unnið.
Ég er einn af þeim sem gæti verið á vinnumarkaði en sit frekar heima en að þiggja þá ölmusu sem væri í launaumslaginu ef ég væri að vinna. Svo maður minnist ekki á þau skammar laun sem menn fá eftir að hafa stritað alla sína tíð og lagt í sameiginlegan sjóð til elliáranna. Þar er hreinlega stolið frá okkur.
Svo þetta nýjasta þar sem nemi í Matreiðslu er rekin úr landi af því hann er ekki í Háskólanum. Þvílík niðurlæging fyrir iðnaðarmenn á þessu besta landi í heimi. Fjöldi manna sem luku prófi úr Háskóla og Menntaskóla eru ekki að vinna við það sem þeir lærðu, einfaldlega vegna þess að það er ekkert tillit tekið til hversu marga vantar í þá grein sem þeir völdu sér að læra.
Það eru stöðugar auglýsingar í gangi frá Háskólum og Menntaskólum en ég heyri enga frá Pípulagningarmönnum, Rafvirkjum, Trésmiðum og svo mætti lengi telja. Ég hef unnið sem stoltur iðnaðarmaður í 52 ár og stóran hluta af þeim árum til að kynna Ísland í meira en 20 löndum og 49 fylkjum Bandaríkjanna. Í október og nóvember fór ég í 5 skóla hér á Reykjanesi og kynnti um 560 nemum, í eldri deildum, matreiðslunámið.
Hér um daginn var viðtal við Menntamálaráðherra á Sprengisandi í hátt í klukkutíma. Í þessum þætti kom ekki eitt orð um Iðnám en Menntaskóli og Háskólinn oft nefndir. Þvílík óvirðing fyrir Iðnaðarmönnum þessa lands.
Með vinsemd og virðingu.
Hilmar B. Jónsson.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu