Pistlar
Þróun á fræga réttinum: Þorskhausinn
Þorskhausinn er sá réttur sem mér þykir einna vænst um að hafa skapað. Hann vinnur á og hefur uppfyllt svo margt sem mig langaði að hann gerði. Þessi réttur var langan tíma í þróun og fyrstu hugmyndir að honum komu á Slippnum áður en Matur og Drykkur var orðinn að hugmynd.
Í byrjun á Mat og Drykk vildum við gera þorskhausinn að aðalsmerki veitingastaðarins af nokkrum ástæðum, aðallega til þess að varðveita minningar.
Í gamla daga var notast mikið við flökin sjálf á fisknum til söltunar og útflutnings en eftir varð alltaf hausinn sem var á borðum íslendinga í mörg ár í mismunandi útfærslum og þá aðallega soðinn, það er hefð sem nánast hefur dáið út.
Mig langaði að koma honum aftur á borð fólks til að endurvekja minningar einhverra og hefja þær fyrir þá íslendinga sem ekki vita að þetta er herramannsmatur.
Mismunandi áferðir vöðva gerir hann áhugaverðan og skemmtilegan að borða og kjúklingagljáin sem hann er eldaður upp úr, inniheldur helling af sölvum og uppfylla ákveðið bragðskyn sem ég vildi að það myndi gera.
Gellan djúpsteikta til hliðar vekur minningar hjá mörgum um fisk í orly og kartöflusalatið með skessujurtinni setur punktinn yfir i-ið því öll elskum við Íslendingar kartöflusalat.
Hvernig rétturinn kemur til skila er líka einlægt og það er það sem mér þykir einna vænst um.
Höfundur: Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







