Matthías Þórarinsson
Þrír nýir Lemon veitingastaðir í deiglunni
Aðstandendur veitingastaðarins Lemon eru bjartsýnir á framtíðina, enda stendur til að opna þrjá nýja Lemon staði á næstu vikum og mánuðum. Nýr og stærri staður mun opna á Laugavegi í stað þess sem fyrir var við götuna auk þess sem skammt er í opnun nýs veitingastaðar í Hafnarfirði.
Þessir staðir verða reknir af sama fyrirtæki og þeir sem fyrir eru, en svo verður ekki um stað sem ætlunin er að opni í Keflavík í sumar, en hann verður rekinn af öðrum aðila með rekstrarsamningi (e. franchise) við eigendur Lemon, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptablaðsins hér.
Jón Arnar Guðbrandsson matreiðslumaður, einn eigenda Lemon, segir að þeir hafi fengið margar fyrirspurnir erlendis frá um opnun franchise staða.
Það hafa haft samband við okkur menn frá Frakklandi, Noregi, Bretlandi og San Fransisco í Bandaríkjunum, þannig að áhuginn er klárlega fyrir hendi.
Jón Arnar segir að í raun væri hægt að opna nýja staðinn við Laugaveg samdægurs, en verkföll lögfræðinga hjá hinu opinbera komi í veg fyrir opnunina.
Við þurfum að fá afgreitt starfsleyfi, sem ekki fæst meðan verkföllin standa yfir og það sama á við um staðinn í Hafnarfirði, sem undir venjulegum kringumstæðum gæti opnað um miðjan þennan mánuð. Þetta setur áætlanir okkar óneitanlega í ákveðið uppnám og vonandi leysist þessi deila sem fyrst.
, segir Jón Arnar í samtali við vb.is, en nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.
Mynd: Matthías
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni20 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025