Matthías Þórarinsson
Þrír nýir Lemon veitingastaðir í deiglunni

Guðjón Birgir Rúnarsson og Jón Arnar Guðbrandsson matreiðslumenn slá hér á létta strengi við opnun Lemon við Suðurlandsbraut, föstudaginn 8. mars 2013
Aðstandendur veitingastaðarins Lemon eru bjartsýnir á framtíðina, enda stendur til að opna þrjá nýja Lemon staði á næstu vikum og mánuðum. Nýr og stærri staður mun opna á Laugavegi í stað þess sem fyrir var við götuna auk þess sem skammt er í opnun nýs veitingastaðar í Hafnarfirði.
Þessir staðir verða reknir af sama fyrirtæki og þeir sem fyrir eru, en svo verður ekki um stað sem ætlunin er að opni í Keflavík í sumar, en hann verður rekinn af öðrum aðila með rekstrarsamningi (e. franchise) við eigendur Lemon, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptablaðsins hér.
Jón Arnar Guðbrandsson matreiðslumaður, einn eigenda Lemon, segir að þeir hafi fengið margar fyrirspurnir erlendis frá um opnun franchise staða.
Það hafa haft samband við okkur menn frá Frakklandi, Noregi, Bretlandi og San Fransisco í Bandaríkjunum, þannig að áhuginn er klárlega fyrir hendi.
Jón Arnar segir að í raun væri hægt að opna nýja staðinn við Laugaveg samdægurs, en verkföll lögfræðinga hjá hinu opinbera komi í veg fyrir opnunina.
Við þurfum að fá afgreitt starfsleyfi, sem ekki fæst meðan verkföllin standa yfir og það sama á við um staðinn í Hafnarfirði, sem undir venjulegum kringumstæðum gæti opnað um miðjan þennan mánuð. Þetta setur áætlanir okkar óneitanlega í ákveðið uppnám og vonandi leysist þessi deila sem fyrst.
, segir Jón Arnar í samtali við vb.is, en nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.
Mynd: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





