Vertu memm

Freisting

Þorrablót Keflvíkinga slegið af

Birting:

þann

Ekkert verður af fyrirhuguðu þorrablóti sem knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir Keflavíkur höfðu ráðgert að halda í sal íþróttahússins við Sunnubraut þann 25. janúar næstkomandi. Ástæðan er sú að framkvæmdaraðilar fengu ekki tilskilin leyfi til að halda skemmtunina, þar sem um 500 manns áttu að koma saman.

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Keflvíkinga og einn af aðstandendum skemmtunarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þessi málalok væru mikil vonbrigði.
„Við erum bara hundfúlir þar sem þetta er okkar stærsta fjáröflun fyrir æfingaferðum erlendis. Við vorum búnir að sækja um öll leyfi til lögreglunnar og þeir sannfærðu okkur um að þetta yrði ekki neitt mál.“

Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, tók húsnæðið út að ósk lögreglu og sagði aðspurður að húsnæðið væri afar óhentugt með tilliti til brunavarna. „Húsið er einfaldlega ekki hannað fyrir skemmtanahald og þar eru ekki nægjanlegar brunavarnir fyrir 500 manna samkomu. Það er margt sem kemur þar inn en meðal annars fengum við ekki nægar upplýsingar frá aðstandendum skemmtunarinnar.“

Guðmundur er einnig ósáttur við að Keflvíkingar hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um hverju þyrfti að skila til yfirvalda. „Svo skiljum við ekki hversvegna svona skemmtanahald er leyfilegt í íþróttahúsum á öðrum svæðum en ekki á Suðurnesjum. Þessi mál virðast ekki vera á hreinu og það þarf að taka þau til endurskoðunar.“

Þorrablótið var því blásið af þetta árið, en Guðmundur segir að þeir muni koma til með að halda blót að ári. „Ég vil bara biðja þá sem hafa orðið fyrir ónæði, til dæmis þá sem voru búnir að panta miða eða ráða sig í vinnu á kvöldið, afsökunar. Við munum hins vegar halda þorrablót á næsta ári hvort sem það verður hér eða í öðru bæjarfélagi.“

Greint frá í Víkurfréttum

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið