Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016
Keppnin vínþjónn ársins 2016 var haldin síðastliðinn sunnudag á Hilton Nordica. Það var til mikils að vinna en sigurvegarinn fer fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót Vínþjóna í Argentínu sem haldið verður dagana 15. – 20. apríl næstkomandi.
Keppnin var æsispennandi að vanda, í undanúrslitum tókust keppendur á við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttu og sterku áfengi ásamt framreiðslu á freyðivíni.
Það voru svo 3 keppendur sem kepptu til úrslita. Þeir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, Ástþór Sigurvinsson og Peter Hansen.
Úrslitin voru svo öll á verklega sviðinu en þar þurftu þeir að fást við umhellingu, leiðréttingu á vínseðli, pörun á mat og víni ásamt munnlegu blindsmakki á fjórum vínum Og 6 sterkum drykkjum.
Það var svo Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson sem hlaut sigur úr býtum en þetta var í fysta sinn í 15 ár sem hann tekur þátt í vínþjónakeppni og hefur sannarlega engu gleymt.
Skrifað af Brandi Sigfússyni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir