Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016
Keppnin vínþjónn ársins 2016 var haldin síðastliðinn sunnudag á Hilton Nordica. Það var til mikils að vinna en sigurvegarinn fer fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót Vínþjóna í Argentínu sem haldið verður dagana 15. – 20. apríl næstkomandi.
Keppnin var æsispennandi að vanda, í undanúrslitum tókust keppendur á við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttu og sterku áfengi ásamt framreiðslu á freyðivíni.
Það voru svo 3 keppendur sem kepptu til úrslita. Þeir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, Ástþór Sigurvinsson og Peter Hansen.
Úrslitin voru svo öll á verklega sviðinu en þar þurftu þeir að fást við umhellingu, leiðréttingu á vínseðli, pörun á mat og víni ásamt munnlegu blindsmakki á fjórum vínum Og 6 sterkum drykkjum.
Það var svo Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson sem hlaut sigur úr býtum en þetta var í fysta sinn í 15 ár sem hann tekur þátt í vínþjónakeppni og hefur sannarlega engu gleymt.
Skrifað af Brandi Sigfússyni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati