Keppni
Þessir tíu barþjónar keppa í Sumarkokteillinn 2019 – Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn
Úrslit keppninnar Sumarkokteill 2019 er kunngjörð, en alls tóku 30 barþjónar þátt með því að senda inn uppskriftir sem voru hver annarri betri og það er óhætt að segja að Pekka Pellinen hjá FINLANDIA Vodka Global Master Mixologist og dómarateymi hans hafi átt erfitt val fyrir höndum.
Það var augljóst að það var mikill metnaður lagður í drykkina, myndirnar, lýsingar á drykkjunum og hvaðan innblásturinn í þá var sóttur. Með allt þetta í huga var valið eftir stigagjöf og valið í sitthvoru lagi.
Drykkurinn þurfti að innihalda að lágmarki 3 cl af Finlandia Vodka og barinn þarf að eiga Finlandia Vodka í hillunni.
Eins var þess gætt að drykkirnir bæru ekki nafn barþjónsins til að gæta hlutleysis. Í lokin voru það stigin sem skáru út þá topp 10 barþjóna sem komust í úrslit: (raðað eftir stafrófsröð)
- Andrzej Bardzinski, Public House
- Austumas Maliauskas, Pablo Discobar
- Daniel Kava, Sushi Social
- Elísa Rún Geirdal, Sæta Svínið
- Emil Þór Emilsson, Sushi Social
- Grétar Mattíhas, Grillmarkaðnum
- Ísak Friðriksson, Bastard
- Jóhann B. Jónasson, Eiríksson Brassarie
- Svandís Frostadóttir, Austur
- Tiago Jorge, Sushi Social
Dómnefnd átti erfitt starf fyrir höndum enda var tæpt á milli keppanda og aðeins örfá stig skildu að þá keppendur sem komust í úrslit.
Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn
Á morgun sunnudaginn 19. maí mun íslensk dómnefnd smakka drykkina annaðhvort á vinnustað keppenda eða á Mekka barnum, eftir nánari samkomulagi og vonandi í lok kvölds verður sigurvegari valinn.
Dómnefnd verður með snapchat veitingageirans og sýnir frá störfum þeirra og hvetjum alla til að fylgjast vel með á: veitingageirinn
Glæsileg verðlaun eru í boði, en sigurvegarann fer á “Spirits of the Midnight Sun” sem fram fer í Helsinki 16. – 20. júní.
Mekka wines and Spirits þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna í Finlandia sumar kokteilnum 2019.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið