Keppni
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
Undanúrslitin í kokeilkeppni Tipsý & Bulleit var haldin í gærkvöldi og kepptu 13 kokteilar um sætið í úrslitunum. Keppendur sendu inn uppskriftir af girnilegum kokteilum og voru valdir 5 kokteilar til að keppa til úrslita.
Þessir fimm komust áfram:
B-B-B, Jakob Alf Arnarsson, Gilligogg
The splits, David Hood, Amma Don
Pickle back, Hrafnkell Ingi Gissurarson, Skál!
Pink pop, Leó Snæfeld Pálsson, Amma Don
PBNJ, Róbert Aron Vídó Proppé, Drykk
Aðalkeppnin verður haldin á morgun miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.00 á Tipsý og eru allir velkomnir að horfa á.
Það verður mikið um dýrðir á úrslitakvöldinu en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. verða kynnar kvöldsins og Dj Sóley sér um tryllta tóna.
Tipsý staðsettur í hjarta Reykjavíkur að Hafnarstræti 1-3. Tipsý er ekki bara veitingastaður, heldur upplifun fyrir bragðlaukana og með ástríðu fyrir framúrskarandi kokteilagerð, en Tipsý hefur skapað sér nafn sem einn af fremstu stöðum landsins þegar kemur að kokteilamenningu.
Minnum á fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon í dag þriðjudaginn 4. febrúar kl. 14:30 – 16:00 til að hita upp fyrir Bulleit & Tipsý keppnina.
Sjá einnig: Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
Mynd: facebook / Tipsý

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas