Frétt
The Gastro Truck veisluþjónusta og veitingastaður er til sölu
The Gastro Truck hóf starfsemi sína fyrir rúmu ári síðan, á þessum stutta tíma hefur The Gastro Truck hlotið frábæra dóma og er með traustan og tryggan viðskiptamannahóp.
Þegar við hófum starfsemi ákváðum við að flakka á milli staða í hádeginu og höfum haldið því áfram síðan. Það hefur reynst vel og höfum við byggt upp traustann fastakúnna hóp. Bíllinn hefur mikið verið bókaður í einkaveislur, brúðkaup, starfsmannagleði ofl. Einnig höfum við verið á stórhátíðum og viðburðum með bílinn, segir Gylfi Bergmann Heimisson eigandi.
Einu ári eftir að matarbíllinn fór af stað opnaði The Gastro Truck í Granda Mathölli og hafa viðtökurnar verið frábærar, það er gríðar skemmtileg stemning á Grandanum og eru ótal tækifæri fyrir The Gastro Truck og miklir vaxtamöguleikar.
Allar nánari upplýsingar um söluna má nálgast hjá Þorvaldi hjá Dögun Capital með netfangi [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss