Freisting
Þakkarbréf frá Freistingu
Kæru félagar, fyrir hönd Freistingar vil ég þakka innilega öllum þeim sem komu að Bleika boðinu nú síðastliðið laugardagskvöld og styrktu Krabbameinsfélagið svo um munar.
Ánægja gesta og aðstandenda var gríðarleg og hafa þökkum og hrósum fyrir frábært starf rignt yfir mig og Sigurð Rúnar yfirmatreiðslu- mann kvöldsins úr öllum áttum.
Sú fagmennska og virðing sem ríkti innan eldhúss og utan var einstök og greinilegt að allir gerðu sitt besta. Aðkoma Hótel og matvælaskólans og Orkuveitunnar að þessum glæsilega kvöldverði er ómetanleg og í annað skiptið sem skólinn kemur að Bleika boðinu með þessum hætti, nú með Sigmar Pétursson kennara í broddi fylkingar og á hann heiður skilið fyrir.
Yfirþjónn og sommelier kvöldsins var Gunnar Rafn Heiðarsson og stýrði hann frábæru teymi framreiðslumanna og nema án nokkurra vandamála, og er hér með boðinn innilega velkominn í Freistingu með þökk fyrir mikla fórnfýsi og aðkomu að undirbúningi sem var búinn að standa yfir í nokkra mánuði.
Framreiðslumenn eru sérstaklega velkomnir í Freistingu og skorum við á alla til að sækja um og taka þátt í mjög fjölbreyttu starfi Freistingar.
Framundan er villibráðakvöld og vínsmakk Freistingar sem er fyrirhugað í byrjun nóvember, jólaglöggið að sjálfsögðu í desember og svo verður sleða/-bretta/ og jeppaferðin á Snæfellsjökul að sjálfsögðu endurtekin eftir áramót eftir frábæra ferð snemma á þessu ári.
Nú er nýyfirstaðin ævintýraleg Enduroferð og eru myndir væntanlegar, og því ekki hægt að segja annað en að nóg sé um að vera í klúbbnum.
Myndir frá Galakvöldverði Bleika boðsins hér
Enn og aftur, kærar þakkir,
Hallgrímur Friðrik Sigurðarson
Forseti Freistingar

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata