Smári Valtýr Sæbjörnsson
Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir – Öðruvísi og skemmtileg kynning á rétti dagsins á Restó
Það var nú í nóvember s.l. sem að Jóhann Helgi Jóhannesson matreiðslumeistari ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur opnuðu nýjan veitingastað þar sem Madonna á Rauðarárstíg var áður til húsa og heitir staðurinn Restó.
Jóhann hefur starfað í Ostabúðinni á Skólavörðustíg, hjá Rúnari Marvinssyni Við Tjörnina og Leifi Kolbeinssyni á La Primavera sem var og hét.
Matseðillinn á Restó
Það þekkja það nú margir sem eru á samfélagsmiðlinum facebook að sjá tilkynningar á réttum dagsins frá veitingahúsum og eru margar stöðufærslur svipaðar og lítið um fjölbreyttni á uppsetningu.
Jóhann er með aðra og skemmtilega nálgun á því að kynna rétt dagsins, en hann birtir vídeó og fróðleik um hráefnið í rétti dagsins og eru margir gullmolar í myndböndunum, t.a.m.:
– Í dag verður boðið upp á rauðsprettu á Restó. Við minnum á það að það er álíka gáfulegt að borða ekki roðið af rauðsprettunni og panta sér kaffi og koníak og hella koníakinu.
– Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir. En hún gapir ekki lengur heldur verður steikt á snarpheitri pönnunni.
– Gamli úlfurinn er kominn úr sauðagærunni.
– Steiktur lax er sælgætið, sérhver maður borða skal. Spínat, salat, meðlætið. Salsa verði viðbitið.
Hér að neðan eru nokkrir réttir dagsins sem einnig er hægt að nálgast á facebook síðu Restó:
Myndir: af facebook síðu Restó.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir