Vertu memm

Freisting

Tekur Jón Indíafari við rekstur mötuneytis Súðavíkurskóla?

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Jón IndíafariSúðavíkurhreppur hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Jón Indíafara í Súðavík um að veitingastaðurinn taki að sér rekstur mötuneytis fyrir Súðavíkurskóla.

„Við höfum rætt óformlega um þetta og það er áhugi þeim megin að taka við þessu. Þarna er fullbúinn matsölustaður með tækjum og tólum sem er að gera góða hluti á sumrin en annan tíma árs er ekki eins mikið að gera. Með þessu værum við hjá Súðavíkurhreppi að renna styrkari stoðum undir reksturinn allt árið í kring og sjáum við því samfélagslega hagræðingu í þessu. Fyrir utan að líklega myndi þarna skapast eitt starf“, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Á fundi sveitarstjórnar í gær var samþykkt að ganga til viðræðna við aðstandendur Jón Indíafara.

„Næsta skref er að fara í viðræður við Jón Indíafara um hvernig væri hægt að útfæra þjónustuna. Slíkt samkomulag myndi jafnframt skapa ýmis önnur tækifæri. T.d. væri hægt að bjóða starfsmönnum Frosta upp á matarpakka en við sjáum fram á að þar muni starfa um 40 manns von bráðar“, segir Ómar. Þá hefur orðið fjölgun bæði í grunn- og leikskóla sveitarfélagsins og því þörf á að endurskoða mál mötuneytisins.

 

Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is

Mynd: sudavik.is

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið