Freisting
Tekur Jón Indíafari við rekstur mötuneytis Súðavíkurskóla?
Súðavíkurhreppur hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Jón Indíafara í Súðavík um að veitingastaðurinn taki að sér rekstur mötuneytis fyrir Súðavíkurskóla.
Við höfum rætt óformlega um þetta og það er áhugi þeim megin að taka við þessu. Þarna er fullbúinn matsölustaður með tækjum og tólum sem er að gera góða hluti á sumrin en annan tíma árs er ekki eins mikið að gera. Með þessu værum við hjá Súðavíkurhreppi að renna styrkari stoðum undir reksturinn allt árið í kring og sjáum við því samfélagslega hagræðingu í þessu. Fyrir utan að líklega myndi þarna skapast eitt starf, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Á fundi sveitarstjórnar í gær var samþykkt að ganga til viðræðna við aðstandendur Jón Indíafara.
Næsta skref er að fara í viðræður við Jón Indíafara um hvernig væri hægt að útfæra þjónustuna. Slíkt samkomulag myndi jafnframt skapa ýmis önnur tækifæri. T.d. væri hægt að bjóða starfsmönnum Frosta upp á matarpakka en við sjáum fram á að þar muni starfa um 40 manns von bráðar, segir Ómar. Þá hefur orðið fjölgun bæði í grunn- og leikskóla sveitarfélagsins og því þörf á að endurskoða mál mötuneytisins.
Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is
Mynd: sudavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt3 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi





