Markaðurinn
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Pössum upp á að hollustan gleymist ekki í jólaamstrinu. Með heilsusamlegu mataræði og lífsstíl er hægt að sporna við fjórum af hverjum tíu krabbameinstilfellum.
Bananar í samstarfi við Krabbameinsfélagið og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.
Sjá einnig: Töfrandi jólaleyniskógur bar sigur úr býtum
Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti, kryddjurtir og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.
Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega framsettur veislubakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem þér dettur í hug.
Reglur:
Nota má hvaða grænmeti, kryddjurtir, ávexti og ber sem er. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.
Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:
1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.
- 2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.
- 3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.
Einnig verða veitt nokkur aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.
Hvað þarft þú að gera til að vera með:
Skrá þig til leiks á [email protected] fyrir miðnætti fimmtudaginn 12. desember.
- Skilaðu inn þínu framlagi við Hagkaup í Smáralind þann 14. desember, milli kl. 12:30 og 13:00, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða kynnt þar kl. 14:00.
Mynd: krabb.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






