Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur nýi O’Learys staðurinn í Smáralindinni út – Myndir
O’Learys opnaði formlega í gær eftir miklar framkvæmdir í Smáralindinni þar sem kaffihúsið Adesso var áður staðsett. Inngangur O’Learys er þar sem afgreiðslan í Smáratívolíinu var og Adesso hefur minnkað í sniðum og er lítið kaffihús við hliðina á O’Learys.
O’Learys veitingahúsakeðjan opnar á Íslandi í fyrsta sinn og í dag eru yfir 140 staðir víða um heim og um 3 milljónir manna borða ár hvert á O’Learys veitingastöðum og er mest vaxandi veitingahúsakeðja í heimi.
„Norðurlanda markaðurinn er okkur mikilvægur og þess vegna er mjög spennandi fyrir okkur að opna stað á Íslandi og við teljum okkur mjög heppin að hafa fundið reyndan og áhugasaman samstarfsaðila til þess,“
segir Cristian Bellander forstjóri hjá O´Learys.
Rekstraraðili O´Learys á Íslandi er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistarinn Elís Árnason en hann er jafnframt eigandi og rekstrarstjóri Adesso. Annar hluthafi í O’Learys er Þórhallur Arnórsson.
„O´learys á sér einstaka sögu og andrúmsloft sem ég er mjög ánægður fá að taka þátt í. O ´Learys á Íslandi mun verða staður þar sem fjölskyldur og vinir geta hist og notið góðra veitinga, horft á íþróttir, leikið sér eða slappað af yfir drykk á hanastélsbarnum okkar,“
segir Elís Árnason.
O’Learys í Smáralindinni tekur rúmlega 170 manns í sæti og matseðillinn er fjölbreyttur. Má þar nefna forrétti, salöt, grillrétti, svínarif, hamborgara, samlokur, frosna drykki og barnamatseðil, en matseðilinn er hægt að skoða nánar á heimasíðu O’Learys hér. Í farvatninu er að opna þrjá til fjóra staði á Íslandi á næstu fimm árum.
Glæsilegur staður að sjá og innilega til hamingju.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum