Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur nýi O’Learys staðurinn í Smáralindinni út – Myndir
O’Learys opnaði formlega í gær eftir miklar framkvæmdir í Smáralindinni þar sem kaffihúsið Adesso var áður staðsett. Inngangur O’Learys er þar sem afgreiðslan í Smáratívolíinu var og Adesso hefur minnkað í sniðum og er lítið kaffihús við hliðina á O’Learys.

O´learys í Smáralindinni.
O’Learys staðirnir eru staðsettir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína, Noregi, Singapúr, Spáni, Ungverjalandi, Tyrklandi, Víetnam og nú á Íslandi. Fyrirhugað er að opna fleiri nýja O’Learys veitingastaði í Dubai, Noregi og í Rússlandi.

O´learys í Smáralindinni.
Stofnandi O’Learys Jonas Reinholdsson opnaði fyrsta O’Learys veitingastaðinn árið 1988 í Gautaborg í Svíþjóð.
O’Learys veitingahúsakeðjan opnar á Íslandi í fyrsta sinn og í dag eru yfir 140 staðir víða um heim og um 3 milljónir manna borða ár hvert á O’Learys veitingastöðum og er mest vaxandi veitingahúsakeðja í heimi.
„Norðurlanda markaðurinn er okkur mikilvægur og þess vegna er mjög spennandi fyrir okkur að opna stað á Íslandi og við teljum okkur mjög heppin að hafa fundið reyndan og áhugasaman samstarfsaðila til þess,“
segir Cristian Bellander forstjóri hjá O´Learys.

O´learys í Smáralindinni.
O’Learys er heimsþekkt veitingakeðja og sportbar með írsku-amerísku þema þar sem græni liturinn ræður meðal annars ríkjum. O’Learys býður upp á tugi sjónvarpsskjáa þar sem gestum býðst að fylgjast með íþróttaviðburðum frá ýmsum sjónarhornum, þ.e. fótbolta, íshokkí, Formúlu 1, Amerískum fótbolta og körfubolta svo fátt eitt sé nefnt.
Rekstraraðili O´Learys á Íslandi er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistarinn Elís Árnason en hann er jafnframt eigandi og rekstrarstjóri Adesso. Annar hluthafi í O’Learys er Þórhallur Arnórsson.
„O´learys á sér einstaka sögu og andrúmsloft sem ég er mjög ánægður fá að taka þátt í. O ´Learys á Íslandi mun verða staður þar sem fjölskyldur og vinir geta hist og notið góðra veitinga, horft á íþróttir, leikið sér eða slappað af yfir drykk á hanastélsbarnum okkar,“
segir Elís Árnason.

O´learys í Smáralindinni.
O´Learys er ekki aðeins með góðan mat þar sem hægt er að horfa á íþróttir heldur verða þar einnig shuffleboards og ýmis önnur leiktæki.
O’Learys í Smáralindinni tekur rúmlega 170 manns í sæti og matseðillinn er fjölbreyttur. Má þar nefna forrétti, salöt, grillrétti, svínarif, hamborgara, samlokur, frosna drykki og barnamatseðil, en matseðilinn er hægt að skoða nánar á heimasíðu O’Learys hér. Í farvatninu er að opna þrjá til fjóra staði á Íslandi á næstu fimm árum.
Glæsilegur staður að sjá og innilega til hamingju.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum