Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur nýi O’Learys staðurinn í Smáralindinni út – Myndir

Birting:

þann

O´learys í Smáralindinni

Elís Árnason er hæstánægður með O’Learys

O’Learys opnaði formlega í gær eftir miklar framkvæmdir í Smáralindinni þar sem kaffihúsið Adesso var áður staðsett. Inngangur O’Learys er þar sem afgreiðslan í Smáratívolíinu var og Adesso hefur minnkað í sniðum og er lítið kaffihús við hliðina á O’Learys.

O´learys í Smáralindinni

O´learys í Smáralindinni.
O’Learys staðirnir eru staðsettir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína, Noregi, Singapúr, Spáni, Ungverjalandi, Tyrklandi, Víetnam og nú á Íslandi. Fyrirhugað er að opna fleiri nýja O’Learys veitingastaði í Dubai, Noregi og í Rússlandi.

O´learys í Smáralindinni

O´learys í Smáralindinni.
Stofnandi O’Learys Jonas Reinholdsson opnaði fyrsta O’Learys veitingastaðinn árið 1988 í Gautaborg í Svíþjóð.

O’Learys veitingahúsakeðjan opnar á Íslandi í fyrsta sinn og í dag eru yfir 140 staðir víða um heim og um 3 milljónir manna borða ár hvert á O’Learys veitingastöðum og er mest vaxandi veitingahúsakeðja í heimi.

„Norðurlanda markaðurinn er okkur mikilvægur og þess vegna er mjög spennandi fyrir okkur að opna stað á Íslandi og við teljum okkur mjög heppin að hafa fundið reyndan og áhugasaman samstarfsaðila til þess,“

segir Cristian Bellander forstjóri hjá O´Learys.

O´learys í Smáralindinni

O´learys í Smáralindinni.
O’Learys er heimsþekkt veitingakeðja og sportbar með írsku-amerísku þema þar sem græni liturinn ræður meðal annars ríkjum. O’Learys býður upp á tugi sjónvarpsskjáa þar sem gestum býðst að fylgjast með íþróttaviðburðum frá ýmsum sjónarhornum, þ.e. fótbolta, íshokkí, Formúlu 1, Amerískum fótbolta og körfubolta svo fátt eitt sé nefnt.

Rekstraraðili O´Learys á Íslandi er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistarinn Elís Árnason en hann er jafnframt eigandi og rekstrarstjóri Adesso. Annar hluthafi í O’Learys er Þórhallur Arnórsson.

„O´learys á sér einstaka sögu og andrúmsloft sem ég er mjög ánægður fá að taka þátt í. O ´Learys á Íslandi mun verða staður þar sem fjölskyldur og vinir geta hist og notið góðra veitinga, horft á íþróttir, leikið sér eða slappað af yfir drykk á hanastélsbarnum okkar,“

segir Elís Árnason.

O´learys í Smáralindinni

O´learys í Smáralindinni.
O´Learys er ekki aðeins með góðan mat þar sem hægt er að horfa á íþróttir heldur verða þar einnig shuffleboards og ýmis önnur leiktæki.

O’Learys í Smáralindinni tekur rúmlega 170 manns í sæti og matseðillinn er fjölbreyttur. Má þar nefna forrétti, salöt, grillrétti, svínarif, hamborgara, samlokur, frosna drykki og barnamatseðil, en matseðilinn er hægt að skoða nánar á heimasíðu O’Learys hér.  Í farvatninu er að opna þrjá til fjóra staði á Íslandi á næstu fimm árum.

Glæsilegur staður að sjá og innilega til hamingju.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið